Snæfell heldur í Grafarvoginn í kvöld til að etja kappi við Bárð Eyþórsson og hans menn í Fjölni. Búast má við húsfylli þar sem fjölmennt lið Snæfellinga mun láta vel.
Strákarnir í Snæfell mæta Bárði Eyþórssyni og lærisveinum hans í Fjölni annað kvöld kl. 19.15 í Grafarvoginum. Þetta verður án nokkurs vafa hörku leikur sem enginn má láta fram hjá.
Stjörnuleikur KKÍ 2007 fer fram í DHL höllinni (heimavelli KR) á morgun laugardag. Kvennaleikurinn hefst kl. 14:00, en karlarnir spila kl. 16:00.
Ingvaldur Magni Hafsteinsson, leikmaður úrvalsdeildarliðs Snæfells, var í kvöld útnefndur körfuknattleiksmaður HSH 2006 og í framhaldinu íþróttamaður HSH 2006. Ingvaldur er einn af máttastólpum Snæfellsliðsins og var m.a. valinn besti.