Sætur sigur hjá stelpunum í mf. kvenna í KR-heimilinu í gær

Fyrirfram var búist við hörku leik og svo varð raunin. Leikurinn var mjög erfiður fyrir bæði lið. KR-b mætti með sterkt lið og ætlaði sér augljóslega að vinna meistaralið Snæfells. Gunna Sig. (Gunna Sigga Boggu) sem hefur tekið fram skóna á ný, fór fyrir sínu liði og var sterk. Eftir tíu mínútna leik var staðan jöfn, 10-10, en mikið stress einkenndi þennan leikhluta. Í öðrum leikhluta fóru stelpurnar okkar að hitta betur og kerfin að ganga betur upp. Staðan í hálfleik var 25-21 Snæfell í vil. Í síðari háfleik færðist meiri harka í leikinn, enda búið að minnka völlinn og því styttra á milli leikmanna. Okkar stelpur börðust eins og ljón það sem eftir var af leiknum og uppskáru 12 stiga sigur í lokin. Lokatölur 60-48. Þetta var mjög kærkominn sigur á móti svo sterku KR-b liði. Með þessum sigri tryggðu þær sér enn betur efsta sætið á toppi 1. deildar. Tölfræði leiksins má nálgast hér og stöðuna í deildinni  og paln yfir næstu leiki hér.