Snæfell lá gegn Haukum

Stúlkurnar okkar biðu lægri hlut gegn sterku Haukliði í kvöld að Ásvöllum 70-43. Algjört jafnræði var með liðunum í fyrsta hluta og var staðan 19-17 fyrir Hauka og Snæfell ekki langt undan. Liðin voru að skora til skiptis og náði Snæfell að komast aðeins yfir á kafla undir lokin. Síðan varð allt strand hjá Snæfelli og stórstraumsfjara varð raunin…….

Stúlkurnar okkar biðu lægri hlut gegn sterku Haukliði í kvöld að Ásvöllum 70-43. Algjört jafnræði var með liðunum í fyrsta hluta og var staðan 19-17 fyrir Hauka og Snæfell ekki langt undan. Liðin voru að skora til skiptis og náði Snæfell að komast aðeins yfir á kafla undir lokin. Síðan varð allt strand hjá Snæfelli og stórstraumsfjara varð raunin…….

 

Annar hluti keyrði allt niður fyrir Snæfell þegar Haukastúlkur tóku sig til og settu 20 stig án þess að Snæfell kæmi niður körfu. Heather Ezell var komin með 20 stig undir lok annars hluta og fór hún mikinn í leiknum. Snæfellsstúlkur settu smá stopp á lætin og settu síðustu 7 stig leiksins áður en flautað var til hálfleiks og staðan 39-24 fyrir Hauka. Kristen var komin með 11 stig og Berglind 8 stig.

 

Seinni hálfleikur var ekki erfiði fyrir Hauka að halda fengnum hlut og áttu þær þriðja hluta 16-11 og voru komnar í 20 stiga mun fyrir lokahlutann 55-35. Ekki þarf að vera nudda þessu frekar en Haukar tóku fjórða hluta sannfærandi 15-8 og kláruðu leikinn með 27 stiga mun 70-43.

 

Hjá heimastúlkum úr Firðinum var Heather Ezell atkvæðamest með 26 stig 7 fráköst og 7 stoðs. Ragna Brynjarsdóttir var með 13 stig og 11 frák. Guðrún Ámundar var með 11 stig.

 

Hjá Snæfelli var Kristan Green með 14 stig og 6 frák. Berglind Gunnars var með 12 stig og 8 frák. Hrafnhildur 6 stig og 4 frák. Ellen og Gunnhildur voru með 4 stig hvor. Unnur Lára setti 3 stig. Sara Sædal skoraði ekki en tók 7 fráköst. Erna, Björg, Hildur, Helga, og Rósa komu vel við sögu í leiknum en skorðu ekki.  

 

Nánari tölfræði leiksins hérna.