Snæfell tapaði fyrir Grindavík

Snæfell hafði undirtökin í byrjun leiks og voru hressari í sóknum sínum á meðan Grindavík var ekki langt undan að finna taktinn. Grindavík komst á sporið í seint í fyrsta hluta og komust yfir 10-11 eftir að Michele DeVault tók smá rispu en leikurinn var hnífjafn og spennandi fyrst um sinn og Snæfell leiddi eftir fyrsta hluta 14-13. 

Nánari tölfræði leiksins hér  

Snæfell hafði undirtökin í byrjun leiks og voru hressari í sóknum sínum á meðan Grindavík var ekki langt undan að finna taktinn. Grindavík komst á sporið í seint í fyrsta hluta og komust yfir 10-11 eftir að Michele DeVault tók smá rispu en leikurinn var hnífjafn og spennandi fyrst um sinn og Snæfell leiddi eftir fyrsta hluta 14-13.

 

Grindavíkurstúlkur fóru að hitta vel í öðrum hluta þegar staðan var 18-19 og komust í 18-28 með hertri vörn og stórum þristum frá Michele og Petrúnellu. Snæfellstúlkur voru villtar í vörninni um tíma og hittu illa en vöknuðu aðeins við áhlaup Grindavíkur. Ekki varði það lengi og komst Grindavík í annan góðann sprett með gríðagóðri vörn sem skilaði þeim 12 stiga forystu 28-40 og var Michele komin með 18 stig fyrir Grindavík sem leiddi í hálfleik 28-43 og áttu annan leikhluta skuldlaust 14-30.

 

Hjá Snæfelli var Kristen Green komin með 9 stig og 5 frák. Berglind og Hrafnhildur 6 stig hvor og Gunnhildur 5 stig. Hjá Grindavík var Michele DeVault komin með 18 stig og 5 frák og Petrúnella 10 stig.

 

Grindavík byrjaði af ákafa og tóku 8-0 kafla og Ingi Þór sá ekki annan kost en að taka leikhlé og tala duglega yfir sínu liði sem lét vaða yfir sig í vörn og sókn. Snæfell átti erfitt uppdráttar í þriðja hluta en Grindavík komst í yfir 20 stiga forystu og var títtnefnd Michele komin með 28 stig fyrir lokahlutann og staðan 44-63 fyrir Grindavík.

 

Snæfell byrjaði með hertri vörn en skotin voru ekki að detta hjá þeim þó þær sýndu klærnar og hefðu þær getað komist mikið nær ef sóknirnar hefðu gengið upp. Grindavík hélt sínu en mjög lítið skor var í fjórða hluta. Berglind fór út af með 5 villur hjá Snæfelli en hún hafði verið sprækust þeirra í leiknum. Snæfellstúlkur minnkuðu muninn niður í  11 stig undir lokin en biðu lægri hlut 62-73.

 

Hjá Snæfelli var Kristen Green með 22 stig og Berglind Gunnars með 20 stig. Hjá Grindavík var Michele DeVault með 33 stig og 9 fráköst langbest á vellinum. Íris Sverris var með 11 stig og Petrúnella 10 stig, 7 frák og 6 stoð.

 

Símon B Hjaltalín.