Snæfell sigruðu Fjölni/Skallagrím.

Sameiginlegt lið Snæfells/Skallagríms mættu Fjölnismönnum sem að vísu var nokkuð undarlegt, þeir Skallagrímsmenn sem áttu að leika með Snæfell voru að spila með meistaraflokki gegn Val en með Fjölnismönnum voru þrír fyrrverandi Skallagrímsmenn á skýrslu.  Strákarnir sigruðu í hörkuleik 84-75 þar sem miklar sviptingar voru, staðan í hálfleik 30-37 Fjölni í vil…..

Sameiginlegt lið Snæfells/Skallagríms mættu Fjölnismönnum sem að vísu var nokkuð undarlegt, þeir Skallagrímsmenn sem áttu að leika með Snæfell voru að spila með meistaraflokki gegn Val en með Fjölnismönnum voru þrír fyrrverandi Skallagrímsmenn á skýrslu.  Strákarnir sigruðu í hörkuleik 84-75 þar sem miklar sviptingar voru, staðan í hálfleik 30-37 Fjölni í vil.  Egill Egilsson var stigahæstur með 23 stig en maður leiksins var Hlynur Hreinsson sem skoraði 20 stig á síðustu 12 mínútum leiksins.

 
Snæfell komust í 5-0 en Fjölnismenn skoruðu úr stöðunni 8-5 0-11 og leiddu 8-16.  Snæfell tóku leikhlé og fóru yfir spilin, 9-0 svar skilaði þeim 17-16 forystu eftir fyrsta leikhluta.  Stigaskorið að dreifast á fimm leikmenn.  Arnþór Freyr Guðmundsson var í ham hjá Fjölni og setti 13 stig í fyrri hálfleik en mestri forystu í öðrum leikhluta náðu Fjölnismenn í stöðunni 27-37 en Egill Egils náði að loka fyrri hálfleik með góðri þriggjastiga og hálfleikstölur 30-37 Fjölnismönnum í vil.