Naumt tap í bikarnum hjá unglingaflokki karla.

Strákarnir í unglingaflokki karla voru mættir á Selfoss til að leika gegn sterku liði FSu, en þeir tefla ekki fram liði á Íslandsmótinu vegna leikjaálags strákanna í meistaraflokki.  Því miður gleymdist að raða niður dómurum en Hvergerðingarnir Daði og Indíana sáu til þess að leikurinn lenti ekki í frestun þar sem Hólmarar voru komnir á svæðið.

FSu menn hófu leikinn af miklum krafti og leiddu 6-0, Kristján Pétur var með miðið vel stillt og dúndraði tveimur þristum til að jafna leikinn.  FSu voru skrefinu á undan og leiddu 27-21 eftir fyrsta leikhluta.  Snjólfur Björnsson lék sinn langbesta leik fyrir Snæfell en hann skoraði tíu stig á mjög skömmum tíma og kom Snæfell yfir 31-37….

Strákarnir í unglingaflokki karla voru mættir á Selfoss til að leika gegn sterku liði FSu, en þeir tefla ekki fram liði á Íslandsmótinu vegna leikjaálags strákanna í meistaraflokki.  Því miður gleymdist að raða niður dómurum en Hvergerðingarnir Daði og Indíana sáu til þess að leikurinn lenti ekki í frestun þar sem Hólmarar voru komnir á svæðið.

FSu menn hófu leikinn af miklum krafti og leiddu 6-0, Kristján Pétur var með miðið vel stillt og dúndraði tveimur þristum til að jafna leikinn.  FSu voru skrefinu á undan og leiddu 27-21 eftir fyrsta leikhluta.  Snjólfur Björnsson lék sinn langbesta leik fyrir Snæfell en hann skoraði tíu stig á mjög skömmum tíma og kom Snæfell yfir 31-37 áður en Kristján Pétur bætti enn betur við og strákarnir komnir í góða stöðu 31-42.  Staðan í hálfleik 37-46 Hólmurum í vil.  Þjálfari FSu var lítill í sér og kvartaði sáran yfir dómgæslunni í leiknum og hvernig leikmenn Snæfells léku.

Tvö flott lið á ferðinni og eftir að Egill Egilsson hafði komið Snæfell í 42-53 náðu FSu menn að minnka muninn með hörku spilamennsku og staðan 52-55.  Leikmaður FSu fékk högg í baráttu um frákast og lá eftir, þjálfari og foreldri úr stúkunni ruku inná völlinn og allt ætlaði um koll að keyra.  Leikmenn og þjálfari Snæfells sakaðir um að vísvitandi ætla að meiða ungan leikmann FSu sem er ótrúlegt að halda fram en hegðun heimamanna var einsog á unglingaheimili.