Snæfellsstúlkur í bikarúrslit

Stelpurnar í unglingaflokk sigruðu Hamar á heimavelli 82-34 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 30-25.  Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst með 25 stig og 6 fráköst.

Heimastúlkur byrjuðu leikinn af góðum krafti og skoruðu í fyrstu tveimur sóknum sínum, 4-0.  Þeim gekk hinsvegar illa að nýta þau fjölmörgu galopnu færi sem þeim gafst og einnig að hemja sóknarfráköstin hjá Hamarsstúlkum sem rifu ein 10 í fyrri hálfleik.  Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-11 heimastúlkum úr Snæfell í vil.  Sara Mjöll kom sterk af bekknum og smellti niður sjö stigum á skömmum tíma.  Hamarsstúlkur börðust vel og sigruðu annan leikhluta 10-14 og var munurinn fimm stig í hálfleik 30-25…..

Stelpurnar í unglingaflokk sigruðu Hamar á heimavelli 82-34 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 30-25.  Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst með 25 stig og 6 fráköst.

Heimastúlkur byrjuðu leikinn af góðum krafti og skoruðu í fyrstu tveimur sóknum sínum, 4-0.  Þeim gekk hinsvegar illa að nýta þau fjölmörgu galopnu færi sem þeim gafst og einnig að hemja sóknarfráköstin hjá Hamarsstúlkum sem rifu ein 10 í fyrri hálfleik.  Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-11 heimastúlkum úr Snæfell í vil.  Sara Mjöll kom sterk af bekknum og smellti niður sjö stigum á skömmum tíma.  Hamarsstúlkur börðust vel og sigruðu annan leikhluta 10-14 og var munurinn fimm stig í hálfleik 30-25. 

Snæfellsstelpurnar hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu 13-0 og unnu leikhlutann 23-9 þar sem Berglind Gunnars var atkvæðamikil.  Varnarleikur liðsins var allt annar og einbeitingin skein úr augunum á stúlkunum, staðan eftir þrjá leikhluta 53-34.  Helga Hjördís og Björg Guðrún ásamt Hrafnhildi Sif röðuðu niður þristum í fjórða leikhluta en þeir hefðu ekki ratað rétta leið hjá liðinu einsog þær hefðu viljað.  Öruggur sigur þar sem allir leikmenn fengu að spreyta sig og Snæfell komnar í bikarúrslit gegn Keflavík sem sigruðu Njarðvíkurstúlkur með um 20 stiga mun.

Bikarúrslitin eru helgina 26.-27. febrúar og fara þau fram að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Nánari upplýsingar um tímasetningu á úrslitaleiknum verður auglýst síðar.

Stigaskor og tölfræði úr leiknum.

Snæfell:
Berglind Gunnarsdóttir 25 stig, 6 fráköst, 6 stolnir og 2 stoðsendingar
Hildur Björg Kjartansdóttir 11 stig, 10 fráköst, 3 stolnir, 3 varin og 3 stoðsendingar
Sara Mjöll Magnúsdóttir 11 stig og 3 fráköst
Ellen Alfa Högnadóttir 10 stig og 5 stoðsendingar
Björg Guðrún Einarsdóttir 9 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar, 4 stolnir og 3 varin.
Helga Hjördís Björgvinsdóttir 9 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar
Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 5 stig, 2 fráköst og 1 varið skot.
Aníta Rún Sæþórsdóttir 1 stig, 1 frákast og 2 stoðsendingar
Sunna Rós Arnarsdóttir náði ekki að skora en tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu

Hamar:
Jenný Harðardóttir 13 stig og 11 fráköst
Guðbjörg Sverrisdóttir 9 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar
Regína Ösp 8 stig og 9 fráköst.
Adda Mána 7 stig og 4 fráköst
Bylgja Sif 5 stig og 1 frákast
Kristrún Rut 4 stig og 2 fráköst