Snæfellskrakkar á Meistaramóti Íslands 11-14 ára s.l. helgi

Fjórir krakkar frá Snæfelli kepptu fyrir HSH í Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór í Laugardalshöllinni s.l. helgi.  Í það minnsta tvö þeirra náðu þeim góða árangri að komast á verðlaunapall. Ásta Kristný Hjaltalín varð í 2.sæti í 60 m. hlaupi 12 ára stúlkna á tímanum 8,80 sek. og Jón Páll Gunnarsson varð í 2.sæti í kúluvarpi 13 ára pilta og kastaði lengst 10,72 m. og má geta þess að hann var aðeins 3 cm. frá 1. sætinu.  Auk þeirra fóru þær Katrín Eva Hafsteinsdóttir og Helena Helga Bergmann á mótið.

Fjórir krakkar frá Snæfelli kepptu fyrir HSH í Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór í Laugardalshöllinni s.l. helgi.  Í það minnsta tvö þeirra náðu þeim góða árangri að komast á verðlaunapall. Ásta Kristný Hjaltalín varð í 2.sæti í 60 m. hlaupi 12 ára stúlkna á tímanum 8,80 sek. og Jón Páll Gunnarsson varð í 2.sæti í kúluvarpi 13 ára pilta og kastaði lengst 10,72 m. og má geta þess að hann var aðeins 3 cm. frá 1. sætinu.  Auk þeirra fóru þær Katrín Eva Hafsteinsdóttir og Helena Helga Bergmann á mótið.