Arfaslakt í Njarðvík

Oft hefur verið sagt „óvæntur sigur Snæfells“ en sú var ekki raunin þennan leikinn og hafa sést fyrirsagnir „óvæntur sigur Njarðvíkur á Snæfelli“.

Við dveljum ekki við það en Cameron Echols skoraði 41 stig fyrir Njarðvík og Travis Holmes setti svo 29 stig til og 70 stig af 88 hjá þessum tveimur leikmönnum sem enginn virtist geta stoppað. Næsti skorari var með 8 stig ??? já maður spyr sig. Njarðvíkingar sigruðu með 10 stigum 88-78. Njarðvík leiddu leikinn en Snæfell náði smá klóri í bakkann 51-50 en ekki komust þeir nær en það áður en skútunni var sökkt í Gryfjunni.

Líklega með verri leikjum Snæfells í vetur eftir að hafa sigrað Njarðvík í fyrri viðureign liðanna 89-67 en eiga þó 12 stig í plús í innbyrðisviðueign liðanna. Ekki var þetta Snæfellskvöld í kvöld eftir 6 sigurleiki í röð og menn þurfa að taka einhvern lærdóm úr þessu tapi. Sveinn Arnar og Quincy voru hressustu leikmenn Snæfells en við eigum pottþétt eftir að sjá góða endurkomu strákanna sem fá smá tíma til vangaveltna og leika næsta leik 23. feb gegn Stjörnunni.

 

Sjá nánari umfjöllun á Karfan.is hérna

Tölfræði leiksins af vef KKÍ

Oft hefur verið sagt „óvæntur sigur Snæfells“ en sú var ekki raunin þennan leikinn og hafa sést fyrirsagnir „óvæntur sigur Njarðvíkur á Snæfelli“.

 

Við dveljum ekki við það en Cameron Echols skoraði 41 stig fyrir Njarðvík og Travis Holmes setti svo 29 stig til og 70 stig af 88 hjá þessum tveimur leikmönnum sem enginn virtist geta stoppað. Næsti skorari Njarðvíkur var með 8 stig ??? já maður spyr sig. Njarðvíkingar sigruðu með 10 stigum 88-78. Njarðvík leiddu leikinn en Snæfell náði smá klóri í bakkann 51-50 en ekki komust þeir nær en það áður en skútunni var sökkt í Gryfjunni.

 

Líklega með verri leikjum Snæfells í vetur eftir að hafa sigrað Njarðvík í fyrri viðureign liðanna 89-67 en eiga þó 12 stig í plús í innbyrðisviðueign liðanna. Ekki var þetta Snæfellskvöld í kvöld eftir 6 sigurleiki í röð og menn þurfa að taka einhvern lærdóm úr þessu tapi. Sveinn Arnar og Quincy voru hressustu leikmenn Snæfells en við eigum pottþétt eftir að sjá góða endurkomu strákanna sem fá smá tíma til vangaveltna og leika næsta leik 23. feb gegn Stjörnunni.

 

Sjá nánari umfjöllun á Karfan.is hérna

Tölfræði leiksins af vef KKÍ

 

-sbh-