Kvennalið Snæfells í fyrsta sinn í úrslitaleik bikarsins.

Stjarnan mætti í Hólminn í undanúrslitaleik Poweradebikar kvenna og þar tóku Snæfellssttúlkur á móti þeim. Bæði lið ekki komist svo langt áður og ljóst að fyrir leikinn yrðu ný nöfn í úrslitaleik bikarsins skrifuð í söguna úr þessum leik. Stjarnan er sem stendur í 2. sæti 1. deildar og Snæfell í 5. sæti Iceland express deildarinnar.



Snæfell komst strax í 8-0 áður en Bára svaraði fyrir Stjörnuna. Jordan og Helga voru í því að komast inn í sendingar og flest stig Snæfells komu úr hraðaupphlaupum í byrjun. Eftir miðjann fyrsta hluta slaknaði aðeins á Snæfelli og Stjarnan gekk á lagið og náðu góðum stolnum boltum og ætluðu ekki að gefa neitt eftir í byrjun og nálguðust 23-16 eftir að hafa…..

[mynd]

 

Stjarnan mætti í Hólminn í undanúrslitaleik Poweradebikar kvenna og þar tóku Snæfellssttúlkur á móti þeim. Bæði lið ekki komist svo langt áður og ljóst að fyrir leikinn yrðu ný nöfn í úrslitaleik bikarsins skrifuð í söguna úr þessum leik. Stjarnan er sem stendur í 2. sæti 1. deildar og Snæfell í 5. sæti Iceland express deildarinnar.

Snæfell komst strax í 8-0 áður en Bára svaraði fyrir Stjörnuna. Jordan og Helga voru í því að komast inn í sendingar og flest stig Snæfells komu úr hraðaupphlaupum í byrjun. Eftir miðjann fyrsta hluta slaknaði aðeins á Snæfelli og Stjarnan gekk á lagið og náðu góðum stolnum boltum og ætluðu ekki að gefa neitt eftir í byrjun og nálguðust 23-16 eftir að hafa verið 21-10 undir. Staðan eftir fyrsta hluta 25-16 fyrir Snæfell.

 

[mynd]

Ekki var að sjá í  lok fyrsta hluta og byrjun annars hluta mun á liðunum en Stjarnan barðist vel á meðan Snæfell slaknaði, hittu illa, misstu boltann oft klaufalega og staðan varð fljótt 27-21 þar sem Stjarnan nálgaðist hratt. Snæfell tók þá til sinna ráða og komust í 38-22 nokkuð þægilega. Stjörnustúlkur máttu þó eiga það að barátta einkenndi liðið og sýndu Snæfelli oft klærnar. Staðan í hálfleik var 45-29 fyrir Snæfell.

 

[mynd]

 

Hjá heimasætunum í Snæfelli voru Hildur BJörg, Hildur Sigurðar og Kieraah komnar með 10 stg hver og bætti Hildur Sig við 5 fráköstum og 6 stoðsendingum. Guðrún Ósk Guðmundsdóttir var stigahæst hjá Stjörnunni með 9 stig og Bára Fanney bætti við 7 stigum. Heiðrún Ösp og Hanna Hálfdánardóttirkomu næst með 5 stig hvor og flest fráköstin hafði Andrea Pálsdóttir tekið eða alls 6 stykki.

Hildur Sigurðardóttir sá til þess að þetta yrðu lítil vandræði fyrir Snæfell í upphafi þriðja hluta og gekk fremst góðra Snæfellsstúlkna sem spiluðu Stjörnuna uppúr skónum og skildu þær eftir 66-33 áður Eggert þjálfari Stjörnunnar tók leikhlé til hvatningar sinna leikmanna sem höfðu annars staðið sig með sæmd. Staðan eftir þriðja hluta var farinn að skýra línurnar fyrir þennan annars hressandi leik 79-39.

 

[mynd]

 

Þetta var lifandi ljóst þegar Snæfell var komið í 40 stiga mun 88-48 og leikurinn orðinn hlaup fram og til baka. Létt bros kviknaði á Snæfellsstúlkum undir lok fjórða hluta þegar löndunin í úrslitaleikin var að klárast og lokatölur 101-55. Hildur Sigurðardóttir skartaði myndalegri þrennu með 22 stig, 10 fráköst og 13 stoðsendingar en hjá Stjörnunni var Bára Fanney með 15 stig.

 

[mynd]

 

Mikið af fólki var mætt á leikinn til að styðja Snæfell áfram og fleiri en oft áður hafa mætt á leiki og greinilega spenningur fyrir því að sjá hvort kvennaliðið færi loks í Höllina en karlalið Snæfells hefur farið þangað fjórum sinnum með 2 sigra og 2 töp og nú hefur kvennaliðið skrifa nafn sitt í bikarsöguna einnig og ljóst að það verður rauðmáluð hálf stúkan í Höllinnni af Hólmurum og stuðningsfólki Snæfells.

 

[mynd]

 

Snæfell:
Hildur Sigurðardóttir 22/10 frák/13 stoðs/5 stolnir boltar. Hildur Björg Kjartansdóttir 22. Alda Leif Jónsdóttir 15/9 frák/3 stoðs. Kieraah Marlow 12/5 frák. Jordan Murphree 12/4 stolnir boltar. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 frák/4 stoðs/6 stolnir boltar. Sara Mjöll Magnúsdóttir 8. Ellen Alfa Högnadóttir 2. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0/3 frák.

Stjarnan:
Bára Fanney Hálfdánardóttir 15/3 frák. Guðrún Ósk Guðmundsson 11/6 frák. Heiðrún Ösp Hauksdóttir 10/4 frák/4 stoðs. Andrea Pálsdóttir 7/8 frák. Hanna Hálfdánardóttir 7/3 frák. Bryndís Hanna Hreinsdóttir 5/4 frák. Sigríður Antonsdóttir 0. Lára Flosadóttir 0.

 

Tölfræði leiksins

Þetta verður þá rautt og grænt, Snæfell og Njarðvík í úrslitaleik Poweradebikar kvenna kl 13:30. Laugardaginn 18. febrúar í Laugardalshöllinni.

Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson.

 

[mynd]