Snæfell ver titilinn í unglingaflokki kvenna

Snæfell komst í úrslit í bikarkeppni unglingaflokks kvenna og geta því varið titilinn frá því í fyrra. Stúlkurnar sigruðu Hauka 60-46 í undanúrslitaleik í Stykkishólmi og spila allar nema ein sinn annan bikarúrslitaleik á viku, en þær spila einnig með meistaraflokki sem lék til úrslita um síðustu helgi.

Snæfell var yfir eftir fyrsta leikhluta 15-11 en Haukar höfðu gefið í og jafnað 9-9 eftir fína byrjun Snæfells.

Annar leikhluti var klárlega banabiti fyrir Haukastúlkur sem skoruðu einungis þrjú stig gegn átján stigum Snæfells en Aníta Rún smellti fimm stigum í röð fyrir Snæfell sem fóru fljótt úr 17-14 í 33-14 og skoruð…..

[mynd]

Snæfell komst í úrslit í bikarkeppni unglingaflokks kvenna og geta því varið titilinn frá því í fyrra. Stúlkurnar sigruðu Hauka 60-46 í undanúrslitaleik í Stykkishólmi og spila allar nema ein sinn annan bikarúrslitaleik á viku, en þær spila einnig með meistaraflokki sem lék til úrslita um síðustu helgi.

Snæfell var yfir eftir fyrsta leikhluta 15-11 en Haukar höfðu gefið í og jafnað 9-9 eftir fína byrjun Snæfells.

 

[mynd]

 

Annar leikhluti var klárlega banabiti fyrir Haukastúlkur sem skoruðu einungis þrjú stig gegn átján stigum Snæfells en Aníta Rún smellti fimm stigum í röð fyrir Snæfell sem fóru fljótt úr 17-14 í 33-14 og skoruðu 16-0 yfir mestann hluta annars fjórðungs og sú var staðan í hálfleik. Hildur Björg var að spila flottann leik í vörninni og tók nánast flest fráköst sem i boði voru.

Í Snæfelli voru allar sjö að skila framlagi en stigahæstar voru Ellen Alfa 9. Hildur Björg 8 og 8 fráköst. Björg Guðrún 7.
Hjá Haukum voru þær Lovísa og Margrét búnar að skora 7 stig hvor og ljóst að liðið þyrfti að finna sig betur saman.

 

[mynd]

 

Eftir fimm mínútur af þriðja hluta voru liðin búin að skora lítið eða 3-4 fyrir Hauka og staðan 36-18 en í stöðunni 41-23 var um mínúta eftir og fór þá Haukavélin í gang og kraftur liðsins kom í ljós. Þær skoruðu 9-0 síðustu mínútuna og ætluðu ekki að gefa leikinn svo auðveldlega eftir þar sem þær Sólrún, Lovísa, Auður og Margrét tóku góðar sóknir og 9 stiga munur var fyrir lokafjórðunginn 41-32 fyrir Snæfell sem tapaði leikhlutanum 8-18.

 

[mynd]

 

Ellen Alfa setti í fimmta gírinn og skoraði 13 stig í fjórða hluta ásamt því að stela 4 boltum og var Haukunum gríðalega erfið í vörninni. Ellen smellti þrist straxí upphafi og Berglind Gunnars fylgdi henni með öðrum til áður en Ellen setti svo annan og staðan fljótt orðin 52-36 fyrir Snæfell. Haukar áttu þó fínann 9-0 sprett til að svara sterkri byrjun Snæfells í leikhlutanum úr 57-38 í 58-46.

Klukkan tifaði þó á meðan eins og gengur og áhlaup sem slíkt kom of seint til að þær gætu gert leik úr þessu og Ellen bætti við tveimur stigum eftir stolinn bolta og Snæfell sigraði 60-46 og spila í úrslitum gegn Val.

 

[mynd]

 

Úrslitaleikurinn verður laugardaginn 25. febrúar kl 16:00 í Vodafonehöllinni þar sem bikarúrslit yngri flokka verða um helgina.

 

[mynd]

 

Snæfell:
Ellen Alfa 25/7 frák/5 stolnir. Hildur Björg 11/19 frák/6 stoðs. Björg Guðrún 7/6 frák/5 stoðs. Sara Mjöll 5/10 frák. Berglind Gunnarsd 5/3 frák. Aníta Rún 5/3 frák. Rebekka Rán 2.

Haukar:
Margrét 15/4 frák/5 stoðs. Lovísa 11/12 frák. Sólrún 10/6 frák. Auður 8/4 frák/5 stolnir. Inga Dís 2/3 frák. Ína, Hafdís, Guðrún, Andrea, Kristjana og Eydís skoruðu ekki.

Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

[mynd]