Pollapönk í Stykkishólmi!

Stórvinir okkar í Pollapönk ætla að koma og halda tónleika í Stykkishólmi.

Strákarnir eru þekktir fyrir mikla gleði og er kjörið fyrir börn og fullorðna að skemmta sér vel saman.

Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við okkur í Körfuknattleiksdeils Snæfells og mun hluti aðgangseyrisins renna í okkar sjóði.


Tónleikarnir eru sunnudaginn 11. mars kl. 18:30 á Hótel Stykkishólmi
Aðgangseyrir er 1.200 krónur og er frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum…….

[mynd]

 

Stórvinir okkar í Pollapönk ætla að koma og halda tónleika í Stykkishólmi.

Strákarnir eru þekktir fyrir mikla gleði og er kjörið fyrir börn og fullorðna að skemmta sér vel saman.

Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við okkur í Körfuknattleiksdeils Snæfells og mun hluti aðgangseyrisins renna í okkar sjóði.

Tónleikarnir eru sunnudaginn 11. mars kl. 18:30 á Hótel Stykkishólmi
Aðgangseyrir er 1.200 krónur og er frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum! 

 

Um Pollapönk

Pollapönk er hugarfóstur leikskólakennarana Heiðars og Halla, oft kennda við hljómsveitina Botnleðju. Árið 2007 barst félögunum liðsstyrkur þegar rythma par Íslands þeir Guðni Finnsson og Arnar Gíslason gengu til liðs við sveitina.

Markmiðið með Pollapönk er að búa til tónlist og texta sem bæði börn og fullorðnir geta haft gaman af. Einnig að skapa hljómsveit fyrir börn sem fylgt er eftir af sama metnaði og ef um hljómsveit fyrir fullorðna væri að ræða.

Pollapönk hefur gefið út þrjá geisladiska, Pollapönk (2006)  Meira pollapönk(2010) og Aðeins meira pollapönk (2011).

Túrinn

Sú skemmtilega hugmynd fæddist innan hljómsveitarinnar að tími væri til kominn að taka góðan túr um stór Reykjavíkursvæðið. Oft vilja nágrannasveitafélögin gleymast og fannst okkur tími til kominn að bæta úr því. Og þegar við vorum byrjaðir að skipuleggja túrinn þá var ákveðið að taka Selfoss, Borgarnes og Stykkishólm inní túrinn í þetta sinn.

Í mars munu meðlimir Pollapönks bruna á milli bæjarfélaga og blása í lúðra fulla af gleði og glensi og mun takmark ferðarinnar tvímælalaust vera að skemmta börnum og þeirra fylgdarmönnum.

Við ákváðum að vinna þennan túr með íþróttafélögum bæjanna og mun hluti að aðgangseyrinum renna beint í sjóði félaganna. Vonum við með þessu að ná að styrkja og efla enn meira íþróttalífið í bæjarfélögunum.

Aðgangseyrir
Aðgangseyrir er kr. 1.200 fyrir börn og frítt er inn fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

Hér má sjá Pollapönk spila

 

Góða skemmtun 🙂

 

[mynd]