Snæfellsstúlkur hoppuðu í toppsætið með heimasigri á Haukum

Bikarmeistarar Snæfells í unglingaflokki kvenna mættu Haukum í Stykkishólmi mánudagskvöldið 5. Mars.  Liðin höfðu leikið gegn hvort öðru 20. Febrúar í undanúrslitum bikarsins þar sem Snæfell höfðu betur, en í fyrri leik liðanna á Íslandsmótinu sigruðu Haukar 63-56 að Ásvöllum.  Snæfellssliðið var í fjórða sætinu fyrir leikinn en sjötti sigurinn í röð staðreynd þar sem lokatölur kvöldsins voru 78-55 Snæfell í vil.  Ellen Alfa Högnadóttir lék mjög vel og skoraði 24 stig.

 

Einsog áður segir þá sigruðu Haukastúlkur fyrri leik liðanna að Ásvöllum 63-56 og mikilvægt að sækja sigur í kvöld…..

Bikarmeistarar Snæfells í unglingaflokki kvenna mættu Haukum í Stykkishólmi mánudagskvöldið 5. Mars.  Liðin höfðu leikið gegn hvort öðru 20. Febrúar í undanúrslitum bikarsins þar sem Snæfell höfðu betur, en í fyrri leik liðanna á Íslandsmótinu sigruðu Haukar 63-56 að Ásvöllum.  Snæfellssliðið var í fjórða sætinu fyrir leikinn en sjötti sigurinn í röð staðreynd þar sem lokatölur kvöldsins voru 78-55 Snæfell í vil.  Ellen Alfa Högnadóttir lék mjög vel og skoraði 24 stig.

 

Einsog áður segir þá sigruðu Haukastúlkur fyrri leik liðanna að Ásvöllum 63-56 og mikilvægt að sækja sigur í kvöld.  Hildur Björg Kjartans opnaði leikinn með góðum körfum gegn svæðisvörn gestanna og staðan 6-0.  Haukar komust yfir 8-9 en Ellen Alfa, Sara Mjöll og Rebekka Rán sem kom gríðarlega sterk inn af bekknum sáu til þess að Snæfell leiddu 18-13 eftir fyrsta leikhluta.

 

Haukar með Margréti Rósu í fararbroddi minnkuðu muninn í 18-16, en Rebekka og Ellen voru að hitta góðum skotum gegn svæðisvörn gestanna og stelpurnar leiddu 28-20.  Berglind Gunnars fékk snemma í öðrum leikhluta þriðju villuna sína og smellti sér á tréverkið hjá Inga Þór.  Hildur Björg og Sara Mjöll voru mataðar af Björg Guðrúnu og Snæfell leiddu 36-28 eftir að Ellen Alfa hafði smellt þriðja þristinum í fyrri hálfleik.
Haukar komu sterkar útúr hálfleiknum og opnuðu hann með þrist, Berglind sem ekkert hafði skorað í fyrri hálfleik var fljót að svara með þrist, í kjölfarið kom 17-3 kafli og Snæfell komnar í þægilega stöðu 53-34. 

 

Staðan eftir þrjá leikhluta 57-41, en Haukar bættu í seglin og náðu muninum niður í átta stig 59-51.  Berglind smellti þrist og Auður Ólafs minnkaði svo muninn á ný niður fyrir tíu stig 62-53, þá tóku Snæfell leikhlé sem þær komu gríðarlega grimmar útúr og skoruðu 14-0, lokatölur 78-55.

 

Með sigrinum fóru stelpurnar upp um þrjú sæti í fyrsta sætið, þar sem Keflavík, Snæfell og Haukar eru jöfn með sex sigra.  Næsti leikur hjá Snæfellsstúlkum er gegn Fjölni í Grafarvogi klukkan 20:00 12. Mars.

 

Stigaskor Snæfells: Ellen Alfa Högnadóttir 24 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir og Sara Mjöll Magnúsdótir 12 stig, Berglind Gunnarsdóttir 11, Rebekka Rán Karlsdóttir 10, Björg Guðrún Einarsdóttir 7 og Aníta Rún Sæþórsdóttir 2.

 

Stigaskor Hauka: Margrét Rósa  17 stig, Sólrún og Ína Salóme 11, Auður Ólafs 7, Aldís 5, Inga Sif 4. Eydís náði ekki að skora.