Lele Hardy sá um Snæfellsstúlkur

Margir vildu gefa Snæfelli sigurinn þar sem Shanae Baker-Brice, besti leikmaður Njarðvíkur var ekki með í kvöld vegna meiðsla og þá helsta verkefnið að stoppa hina spræku Lele Hardy sem var reyndar á allt öðru máli og fór hamförum yfir Snæfellsliðið með 48 stig og 21 frákast og 8 stoðsendingar í 97-92 sigri Njarðvíkur. 

 

Það var engin leið að koma böndum á Hardy sem skoraði um 50% stiga Njarðvíkur en næst henni var Petrúnella með 15 stig. Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow með 22 stig og fimm leikmenn Snæfells skoruðu yfir 14 stig en dugði ekki til. Þrátt fyrir meiðsli spilaði Alda Leif með og ánægjuefni ef hún verður í standi til að spila út tímabilið en það er mikil keppni um að ná inn í topp 4 og er Snæfell sem stendur í 3ja sætinu en með Hauka og KR hungraðar í úrlitakeppnina.

 

Tölfræði leiksins

Meira um leikinn á Karfan.is

Margir vildu gefa Snæfelli sigurinn þar sem Shanae Baker-Brice, besti leikmaður Njarðvíkur var ekki með í kvöld vegna meiðsla og þá helsta verkefnið að stoppa hina spræku Lele Hardy sem var reyndar á allt öðru máli og fór hamförum yfir Snæfellsliðið með 48 stig og 21 frákast og 8 stoðsendingar í 97-92 sigri Njarðvíkur. 

 

Það var engin leið að koma böndum á Hardy sem skoraði um 50% stiga Njarðvíkur en næst henni var Petrúnella með 15 stig. Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow með 22 stig og fimm leikmenn Snæfells skoruðu yfir 14 stig en dugði ekki til. Þrátt fyrir meiðsli spilaði Alda Leif með og ánægjuefni ef hún verður í standi til að spila út tímabilið en það er mikil keppni um að ná inn í topp 4 og er Snæfell sem stendur í 3ja sætinu en með Hauka og KR hungraðar í úrlitakeppnina.

 

Tölfræði leiksins

Meira um leikinn á Karfan.is