Snæfell hélt naumlega haus, en hélt honum þó :)

Fjölnismenn komu með slakann fyrri hálfleik en sterkann seinni hálfleik í farteskinu í Hólminn. Snæfell hafði tauminn framan af leik en Fjölnir saxaði á og jafnaði 74-74 og eftir það var bara spurning um hvar greddan væri og hvort liðið næði þessu í lokin. Snæfell hélt þar hausnum naumlega og sigraði 89-86 eftir að hafa misst sinn leik algjörlega niður í seinni hálfleik.

Snæfellingar byrjuðu betri í fyrsta hluta og voru að klára sóknir sínar betur en Fjölnir sem áttu mörg skot sem geiguðu og Snæfellingar áttu svo auðveld varnarfráköst. Marquis Hall stjórnaði leik Snæfells af festu og var þeirra helsta vopni í upphafi. 24-14 var staðan eftir fyrsta hluta en Snæfellingar komust strax í 13-4…..

[mynd]

Fjölnismenn komu með slakann fyrri hálfleik en sterkann seinni hálfleik í farteskinu í Hólminn. Snæfell hafði tauminn framan af leik en Fjölnir saxaði á og jafnaði 74-74 og eftir það var bara spurning um hvar greddan væri og hvort liðið næði þessu í lokin. Snæfell hélt þar hausnum naumlega og sigraði 89-86 eftir að hafa misst sinn leik algjörlega niður í seinni hálfleik.

Snæfellingar byrjuðu betri í fyrsta hluta og voru að klára sóknir sínar betur en Fjölnir sem áttu mörg skot sem geiguðu og Snæfellingar áttu svo auðveld varnarfráköst. Marquis Hall stjórnaði leik Snæfells af festu og var þeirra helsta vopni í upphafi. 24-14 var staðan eftir fyrsta hluta en Snæfellingar komust strax í 13-4 og voru skrefinu framar.

Fjölnismenn reyndu við svæðisvörn í upphafi annars hluta en Snæfell hélt forystunni um 10 stig og Fjölnir glímdi við sóknarfrákastaþurrð. Snæfell sigldi lítið eitt frá með stórum körfum frá Marquis og Sveini Arnari, 38-24 en Fjölnir fór undir lokin að salla niður góðum körfum úr sóknum sínum og héldu sig ekki langt undan 41-30 með O´neal og Walkup fremsta meðal jafningja. Staðan var svo 47-34 í hálfleik eftir að Nonni Mæju setti þrist á flautu fyrir Snæfell.

Hjá Snæfelli var Marquis Hall kominn eð 14 stig og 6 stoðsendingar en þar næst voru frændurnir Nonni Mæju og Sveinn Arnar með 11 stig hvor. Quincy Cole splæsti við 9 fráköstum á liðið. Í liði Fjölnis voru Nathan Walkup og Calvin O´neal komnir með 10 stig hvor.

 

[mynd]

Fjölnir sótti fast á hæla Snæfells með hröðum sóknum og góðri vörn og minnkuðu muninn í 53-49 með góðum leik Calvin O´neal og félaga en Snæfell tók sig á og komust aftur í yfir 10 stiga forystu 62-51. Staðan eftir þriðja hluta var 67-56 fyrir Snæfell og Quincy átti massatroðslu í lokin en Snæfellsmenn máttu vara sig á værukærðinni því hungraðir Fjölnismenn biðu eftir að sækja á.

Snæfell hélt sér við efnið fyrst í upphafi fjórða hluta en misstu svo algjörlega taktinn, voru hikandi og fengu yfir sig fullt af auðveldum körfum og einnig að Fjölnismenn sýndu mikinn kraft og dugnað í að koma til baka í vörn og sókn þegar þeir jöfnuðu 74-74 þar sme leikurinn snérist við og fólk farið að spyrja sig hvort að um afritað og límt frá leiknum gegn Stjörnunni væri í uppsiglingu.

Snæfell stökk frá en Arnþór Freyr minnkaði muninn aftur í 79-77 en Marquis svaraði strx fyrir 81-77 en engu munaði á milli liðanna og leikar æstust með 83-82 fyrir Snæfell þegar mínúta var eftir en Calvin kom Fjölni yfir 83-84 á vítalínunni. Marquis svaraði af línunni einnig 85-84. Calvin hélt uppteknum hætti og fór í auðvelt sniðskot sem hann og fleiri Fjölnismenn fengu nokkuð af í leiknum og staðan 85-86. Quincy reddaði Snæfelli 87-86 og leikhlé tekið með 14 sekúndur eftir.

Calvin klikkaði á gegnumbroti sínu og Quincy þrumaði boltanum fram á Svein Arnar sem tróð með tilþrifum og Snæfell rétt marði Fjölni 89-86 eftir góða innkomu Fjönis í seinni hálfleik og mátti ekki miklu muna að Snæfell sæi á eftir stigunum í Grafarvoginn.

 

[mynd]

 

Snæfell:
Marquis Hall 26/7stoðs. Quincy Cole 18/13frák/6 stoðs. Jón Ólafur Jónsson aka Nonni Mæju 17/7 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 15/3 frák. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 6/6 frák. Hafþór Ingi Gunnarsson 4. Ólafur Torfason 2. Óskar Hjartarson 1. Magnús Ingi 0. Þorbergur Helgi 0.

Fjölnir:
Calvin O´Neal 31/4 frák. Nathan Walkup 16/9 frák. Arnþór Freyr Guðmundsson 15. Hjalti Vilhjálmsson 11/5 frák. Jón Sverrisson 10/9 frák. Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3. Daði Berg 0. Gunnar Ólafsson 0. Trausti Eiríksson 0. Tómas Daði 0. Gúsatv Davíðsson 0.

 

Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

 

[mynd]