Útisigur á Fjölnisstúlkum

Stelpurnar í Snæfell sigruðu Fjölni 54-89 í Dalhúsum í grafarvogi í gær, staðan í hálfleik var 39-64.  Björg Guðrún fór hamförum undir körfunni í síðari hálfleik og skoraði 26 stig, næst henni var Hildur Björg Kjartans með 24 stig.


Fjölnisstúlkur hófu leikinn 4-0 en grimmd Snæfells kom þeim í fína stöðu 9-21 eftir fyrsta leikhluta. Fjölnisstelpur spiluðu stíft og pressu vel á boltann.  Jafnræði var á milli liðanna í öðrum hluta og staðan í hálfleik 24-38.  Í þriðja hluta tók Hildur Björg til sinna ráða og skoraði 12 stig af sínum 24…. 

 

Stelpurnar í Snæfell sigruðu Fjölni 54-89 í Dalhúsum í grafarvogi í gær, staðan í hálfleik var 39-64.  Björg Guðrún fór hamförum undir körfunni í síðari hálfleik og skoraði 26 stig, næst henni var Hildur Björg Kjartans með 24 stig.

Fjölnisstúlkur hófu leikinn 4-0 en grimmd Snæfells kom þeim í fína stöðu 9-21 eftir fyrsta leikhluta. Fjölnisstelpur spiluðu stíft og pressu vel á boltann.  Jafnræði var á milli liðanna í öðrum hluta og staðan í hálfleik 24-38.  Í þriðja hluta tók Hildur Björg til sinna ráða og skoraði 12 stig af sínum 24. 

 

Sara Mjöll var kominn í villuvandræði, en hún fékk tvær villur fyrir litlar sakir og sína fimmtu villu í þriðja leikhluta.  Staðan eftir þrjá leikhluta 39-64.  Í fjórða leikhluta lék Hildur Björg lítið og fór Björg Guðrún undir körfuna þar sem hún naut sín vel, stelpan skoraði 14 stig í leikhlutanum og var með flottar posthreyfingar.  Lokatölur 54-89 og sjöundi sigurinn í röð eftir að liðið tapaði fyrstu þremur leikjum sínum.

 

Stigaskor Snæfells: Björg Guðrún Einarsdóttir 26 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir 24, Berglind Gunnarsdóttir 13, Ellen Alfa Högnadóttir 9, Sara Mjöll Magnúsdóttir 8, Rebekka Rán Karlsdóttir 7 og Silja Katrín Davíðsdóttir 2.

 

Stigaskor Fjölnis: Bergdís Ragnarsdóttir 20 stig, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 10, Heiðrún Harpa Ríkarðsdóttir og Margrét Loftsdóttir 7, Dagbjört Helga Eiríksdóttir 5, Sigrún Elísa Gylfadóttir 2 og Fanney Ragnarsdóttir 1. Sigrún Gabríela og Margrét Eiríks náðu ekki að skora.

 

Stelpurnar eiga tvo leiki eftir í deildarkeppninni, næsti leikur er gegn Njarðvík mánudaginn 19. Mars klukkan 2000 í Stykkishólmi.  Frestaður leikur gegn KR hefur ekki verið settur á enn.