Gengið yfir Grindavík: Deildarmeistararnir voru aldrei með.

Það voru Snæfelliingar sem komu sáu og sigruðu deildarmeistara Grindavíkur en þeir lyftu bikarnum í lokin en með minna brosi þó eftir tapið. Lokatölur 89-101 fyrir Snæfell sem var yfir allan leikinn og gáfu Grindavík aldrei séns á að komast inn í leikinn. Staðan eftir fyrsta hluta var 21-34 og tónninn var gefinn. Í hálfleik var staðan 39-52 en Svenni og Nonni smelltu strax þristum fyrir forystuna 39-58 í upphafi 3ja hluta og Snæfellsmenn héldu Grindavík hæfilega frá sér.

 

Grindavíkingar áttu einhverja bensíndropa efti…….

 

[mynd]

 

Það voru Snæfelliingar sem komu sáu og sigruðu deildarmeistara Grindavíkur en þeir lyftu bikarnum í lokin en með minna brosi þó eftir tapið. Lokatölur 89-101 fyrir Snæfell sem var yfir allan leikinn og gáfu Grindavík aldrei séns á að komast inn í leikinn. Staðan eftir fyrsta hluta var 21-34 og tónninn var gefinn. Í hálfleik var staðan 39-52 en Svenni og Nonni smelltu strax þristum fyrir forystuna 39-58 í upphafi 3ja hluta og Snæfellsmenn héldu Grindavík hæfilega frá sér.

 

Grindavíkingar áttu einhverja bensíndropa eftir undir lokin þegar þeir komu stöðunni niður í 10 stig 87-97 en það var orðið of seint í rassin gripið og sannfærandi sigur Snæfells raunin.

 

Marquis var með 22 stig. Quincy 21. Nonni 18 Haffi og Pálmi 14 hvor. Svenni 8. Óskar og Óli 2 hvor. Snjólfur, Maggi og Þorbergur 0.

 

Fyrri leik liðanna í Hólminum í desember lauk 105-110 en of seint er að telja eitthvað innbyrðis þó gaman sé að nefna það að Snæfell hefur eftir leiki liðanna plús 7 stig sem er einnig gott fyrir sálina að geta snúið þessu aðeins við 🙂

 

Það eru tveir leikir eftir í deildinni og næsti leikur strákanna er gegn Tindastóli á sunnudaginn 18. mars kl 19:15 í Stykkishólmi. Nú er lag að fara að stilla strengi og raddbönd og vera klár í slaginn saman því hver sigur skiptir máli.

 

Tölfræði leiksins

Nánari umfjöllun má finna á Karfan.is

 

-sbh-

 

Marquis Hall sn
</p>
</div>
            <div class= Deila