Heimasigur Snæfells: Auðveldur seinni hálfleikur

Stúlkurnar í leik Snæfells og Fjölnis byrjuðu af krafti og skoruðu til skiptis en jafnt var yfir fyrsta hluta og allt frá 2-2 til 13-13 en þá stukku Fjölnisstúlkur í 13-18 en Jordan Murphree jafnaði 18-18 með næstu 5 stigum og skoraði 10 stig í hlutanum og staðan 18-18 eftir fyrsta hluta og einhverjar blikur á lofti um hörkuleik.



Snæfell setti upp svæðisvörn í öðrum hluta og uppskar smá forystu út frá því 28-23 en Brittney Jones var frísk á fæti og ásamt Hugrúnu Evu minnkuðu þær strax muninn í 28-27. Snæfell var alltaf skrefinu framar en Fjölnir ekki langt undan og biðu færis og spiluðu góðan leik og héldu sér við efnið…….

 

[mynd]

Stúlkurnar í leik Snæfells og Fjölnis byrjuðu af krafti og skoruðu til skiptis en jafnt var yfir fyrsta hluta og allt frá 2-2 til 13-13 en þá stukku Fjölnisstúlkur í 13-18 en Jordan Murphree jafnaði 18-18 með næstu 5 stigum og skoraði 10 stig í hlutanum og staðan 18-18 eftir fyrsta hluta og einhverjar blikur á lofti um hörkuleik.

Snæfell setti upp svæðisvörn í öðrum hluta og uppskar smá forystu út frá því 28-23 en Brittney Jones var frísk á fæti og ásamt Hugrúnu Evu minnkuðu þær strax muninn í 28-27. Snæfell var alltaf skrefinu framar en Fjölnir ekki langt undan og biðu færis og spiluðu góðan leik og héldu sér við efnið…….

 

[mynd]

Snæfell var hins vegar með 4 stiga forskot 41-37 í hálfleik þar sem Kieraah Marlow hafði skorðað 12 stig fyrir Snæfell og Jordan 10 stig. Hildur Björg var að standa sig vel með 8 stig og 6 fráköst.

Hjá Fjölni var Brittney Jones komin með 15 stig fyrir Fjölni, Katina Mandylaris 8 stig  og Jessica Bradley 7 stig.

 

[mynd]

 

Katina Mandylaris smellti þremur stigum í upphafi þriðja hluta fyrir 41-40 en Snæfell tók þá öll völd á vellinum þar sem vörn Snæfells var gríðarsterk og Fjölnisstúlkur fengu lítið sem ekkert niður í sóknum sínum og vörnin var skrefinu á eftir og klaufaleg. Jordan Murphree svarði strax með þrist 44-40 og stal svo einhverjum 5 boltum og var öflug í góðri liðsheild í vörninni ásamt því að keyra upp hraðar sóknir Snæfells sem komust fljótt í 10 stiga mun 52-42 og svo 64-45 áður en flautann gall og 23-8 í þriðja hluta þar sem allt Snæfellsliðið var í stuði þó Jordan hafi sett í samband.

 

[mynd]

 

Snæfellsstúlkur sigldu svo nokkuð áreynslulaust í gegnum fjórða hluta og pössuðu upp á að hleypa ekki leiknum upp í rugl með fengna forystu. Brittney setti niður tvo góða þrista og reyndi fleiri í stöðunni 72-56 en Snæfell héldu haus og voru fastari fyrir. Birna Eiríks smellti einnig tveimur til fyrir Fjölni en í raun of seint til að koma einhverju hryna af stað hjá Fjölni.

 

Rósa Kristín og Björg Guðrún komu með baráttu af bekknum líkt og flestar í báðum liðum og Hildarnar báðar og Helga Hjördís voru einkar drjúgar á mikilvægum augnablikum og auðveldur sigur kom með flottum leik í seinni hálfleik 90-74 og þriðja sætið er þeirra í deildinni þrátt fyrir að spárnar segðu fimmta sætið þetta tímabilið og úrslitakeppnin fram undan.

 

[mynd]

 

Snæfell:
Jordan Murphree 21/5 frák/4 stoðs/6 stolnir. Kieraah Marlow 20/12 frák/4 stoðs/5 stolnir. Hildur Björg Kjartansdóttir 12/9 frák/4 stolnir. Hildur Sigurðardóttir 11/6 frák/9 stoðs. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/4 frák. Rósa Kristín Indriðadóttir 6 stig. Björg Einarsdóttir 5/3 stolnir. Berglind Gunnarsdóttir 4 stig. Aníta Rún Sæþórsdóttir 2 stig. Sara Mjöll Magnúsdóttir 2 stig. Alda Leif Jónsdóttir 0/3 stoðs. Ellen Alfa Högnadóttir 0.

Fjölnir:
Brittney Jones 25/9 frák/4 stoðs/3stolnir. Jessica Bradley 13/6 frák/3stolnir. Katina Mandylaris 12/4 frák. Birna Eiríksdóttir 8. Bergdís Ragnarsdóttir 5/5 frák. Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 4. Erla Sif Kristinsdóttir 3. Eva María Emilsdóttir 2. Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2. Margrét Loftsdóttir 0. Sigrún Ragnarsdóttir 0. Erna María Sveinsdóttir 0.

Símon B. Hjaltalín.

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

[mynd]

 

[mynd]