Glæsileg löndun í lokin hjá Snæfelli

Tindastóll mætti í norðvesturkjördæmisbaráttuna í Stykkishólm og líkt og áður hörkuleikur framundan við Snæfell. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitum og stigasöfnun en það er þéttur pakki uppúr og niðurúr í deildinni. Snæfell í 6. sæti með 22 stig en Tindastóll í 7 sætinu með 20 stig.

 

Liðin hófu fyrsta hluta varfærnislega keyrðu hraðann ekki upp strax og stilltu upp af skynsemi. Liðin skiptust á að skora og jafnt á með liðunum fram til 10-10 en Snæfell steug þá örfáum stigum framar og leiddu 20-17 eftir fjórðunginn. Tindastóll setti upp svæðisvörn en Snæfellingar unnu úr henni og voru einnig sterkir varnarlega sjálfir og tóku flest fráköstin……

[mynd]

Tindastóll mætti í norðvesturkjördæmisbaráttuna í Stykkishólm og líkt og áður hörkuleikur framundan við Snæfell. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið í baráttunni um sæti í úrslitum og stigasöfnun en það er þéttur pakki uppúr og niðurúr í deildinni. Snæfell í 6. sæti með 22 stig en Tindastóll í 7 sætinu með 20 stig.

 

Liðin hófu fyrsta hluta varfærnislega keyrðu hraðann ekki upp strax og stilltu upp af skynsemi. Liðin skiptust á að skora og jafnt á með liðunum fram til 10-10 en Snæfell steug þá örfáum stigum framar og leiddu 20-17 eftir fjórðunginn. Tindastóll setti upp svæðisvörn en Snæfellingar unnu úr henni og voru einnig sterkir varnarlega sjálfir og tóku flest fráköstin.

Tindastóll færðu sig strax nær 20-19 og svo 24-22 en Marquis Hall tók þá smá rispu fyrir Snæfell með þrist, stolnum bolta og sniðskoti og staðan 29-22 þegar Bárður tók leikhlé. Lítið gerðist í skori eftir það nema að Pálmi smellti einum úr horninu 32-22 og Snæfell var að stela boltum og Bárður tók annað kaffispjall. Nonni Mæju setti þá þrjú strax og Snæfell héldu sig í 10-13 stiga forystu eftir að Quincy hélt þriggja stiga skotsýningum áfram 39-26.

[mynd]

 

Tindastóll hertu þó á vörninni og spiluðu stífa maður á mann sem skilaði sér í smá niðursaxi 41-34. Snæfell náði þó aftur í 10 stiga forystu 45-35 en voru klaufar að missa boltann í tvígang í fáti og rugli og lið eins og Tindastóll gengur af sjálfsögðu á lagið og minnkuðu munin í 45-39 fyrir lokaflautið í fyrri hálfelik.

Quincy Cole hafði troðið veggspjaldi í tvígang á Tindastól og var kominn með 14 stig og 7 fráköst. Marquis Hall hafði sett 12 stig og Nonni Mæju 10. Í liði Tindastóls var Maurice Miller kominn með 13 stig en Curtis Allen 11 stig og 7 fráköst.

[mynd]

 

Tindastóll fékk nokkur auðveld sniðsskot en Snæfell tók stóru skotin og eftir að Helgi Freyr smellti þremur og staðan 47-42 tók Marquis Hall tvo þrista og alls átta næstu stig Snæfells og Quincy og Pálmi bættu tveimur við og staðan 58-46. Quincy fór þá í bekkjarsetu kominn með 4 villur um miðjan þriðja hluta.

 

Curtis Allen fór þá mikinn í liði Tindastóls með 9 stig, sæg af stolnum boltum og Stólarnir sterkir í svæðisvörninni og náðu að minnka muninn í 58-57 en Snæfellsmenn heldur á hælunum í vörn og sókn. Snæfellsmenn hittu ekki neitt en Tindastóll jafnaði 59-59. Maurice Miller setti jöfnunarkörfu undir lok þriðja fjórðungs og staðan 61-61 fyrir lokaátökin.

 

Tindastóll með Curtis Allen fremstan komust yfir 63-66 og svo 67-68 en Quincy Cole fékk sína fimmtu villuu eftir að hafa runnið til og fellt niður Maurice Miller. Sveinn Arnar jafnaði 72-72 með þrist og hinn magnaði Marquis Hall kom Snæfelli yfir 75-72 en Miller jafnaði 75-75.

 

[mynd]

 

Snæfellsmenn voru langt í frá vængbrotnir án Quincy og börðust vel og komust í 79-75 þar sem Nonni Mæju og Marquis Hall voru fremstir í góðri liðsheild að sýna klærnar og úr hverju þeir eru á mikilvægum augnablikum og fólk lifnaði við næstum því bókstaflega í stúkunni.

 

Snæfell tók algjörlega lokamínúturnar í sínar hendur og Pálmi, Nonni og Marquis settu flest niður á meðan Tindastóll braut á þeim og Snæfell komst með hörkuvörn, vítin niður og góðum sóknum í 87-77 sem gerði útslagið. Curtis Allen smellti þremur stigum of seint í hús fyrir Tindastól og Pálmi Freyr kláraði af vítalínunni tvö niður og mikilvægur Snæfellssigur 89-80. 

[mynd]

 

Snæfell:

Marquis Hall 32/4 stoðs. Nonni Mæju 20/11 frák/3 stoðs. Quincy Cole 15/14 frák/3 stoðs. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12/3 stoðs. Sveinn Arnar Davíðsson 7/7 frák. Hafþór Ingi Gunnarsson 2. Ólafur Torfason 1/4 frák. Óskar Hjartarson 0. Þorbergur Helgi 0. Magnús Ingi 0. Snjólfur Björnsson 0.

 

Tindastóll:

Curtis Allen 28/7 frák/3 stoðs/7 stolnir. Maurice Miller 20/3 frák/3 stoðs. Helgi Freyr Margeirsson 7. Helgi Rafn Viggósson 6/9 frák. Hrein Gunnar Birgisson 6/4 frák. Þröstur Leó Jóhannsson 6. Igor Tratnik 4/9 frák. Friðrik Hreinsson 3. Svavar Atli Birgisson 0/4 frák. Pálmi Geir 0. Ingvi Rafn 0. Páll Bárðarson 0.

 

Tölfræði leiksins

  •     Punktar.

 

  •     Bæði lið áttu 11-0 áhlaup í leiknum
  •     Marquis Hall smellti 6 af 9 þristum niður
  •     Tindastólsmenn settu saman niður 5 af 24 þristum
  •     Curtis Allen stal 7 boltum og flestum í flottu áhlaupi
  •     Snæfell er þá með 24 stig í 6.sæti og Tindastóll 20 í 7.sæti
  •     Dómarar voru Rögnvaldur Hreiðarsson og Sigmundur Már Herbertsson
  •     Kafaldsbylur tók á móti mönnum á leið úr Íþróttamiðstöð Stykkishólms

 

Umfjöllun: Símon B. Hjaltalín

Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

[mynd]