Naumt tap hjá Snæfelli og slök mæting stuðningsmanna.

Það var spennuleikur sem boðið var uppá í Njarðvík þegar Snæfellsstúlkur fóru í heimsókn í fyrsta undanúrslitaeinvígið en aðeins örfáir stuðningsmenn Snæfells urðu vitni að. Þeir sem mættu voru góðir, hvöttu og gerðu sem þeir gátu. Það var í raun sorglegt að fleiri sæu sér ekki fært að mæta en ég get talið upp með nöfnum alla þá 10-15 sem þarna voru og ætla ég bara að láta ykkur vita af því að úrlslitakeppnin er hafin og hún fer fram á útivelli líka. 🙂

 

En fyrir þá sem ekki komu þá misstu þeir af flottum leik okkar stúlkna þrátt fyrir afar naumt tap 87-84 en allt var í járnum undir lokin og hefði sigurinn hæglega geta dottið okkar megin. Það gerði það ekki því miður og staðan 1-0 fyrir Njarðvík í einvíginu og þarf…..

Það var spennuleikur sem boðið var uppá í Njarðvík þegar Snæfellsstúlkur fóru í heimsókn í fyrsta undanúrslitaeinvígið en aðeins örfáir stuðningsmenn Snæfells urðu vitni að. Þeir sem mættu voru góðir, hvöttu og gerðu sem þeir gátu. Það var í raun sorglegt að fleiri sæu sér ekki fært að mæta en ég get talið upp með nöfnum alla þá 10-15 sem þarna voru og ætla ég bara að láta ykkur vita af því að úrlslitakeppnin er hafin og hún fer fram á útivelli líka. 🙂

 

En fyrir þá sem ekki komu þá misstu þeir af flottum leik okkar stúlkna þrátt fyrir afar naumt tap 87-84 en allt var í járnum undir lokin og hefði sigurinn hæglega geta dottið okkar megin. Það gerði það ekki því miður og staðan 1-0 fyrir Njarðvík í einvíginu og þarf að vinna 3 leiki til að komast áfram.

 

Kieraah Marlow var gríðarsterk og skoraði 35 stig, 9 fráköst, 5 stoðsendingar. Jordan 19/10 frák/5 stoðs. Hildur Björg 14/10 frák. Hildur Sig 12/12 frák. Ellen Alfa 2. Alda Leif 2.

 

Tölfræði leiksins hérna

Umfjöllun af Karfan.is hérna

 

Næsti leikur er í Stykkishólmi á sunnudaginn 25. mars kl 19:15 og nú fyllum við stúkuna og styðjum að fullu við stúlkurnar sem eru einbeittar mjög 🙂

Áfram Snæfell!

 

Símon B. Hjaltalín

mynd: Karfan.is