Snæfellsstúlkur jöfnuðu einvígið.

Snæfell og Njarðvík áttust við í öðrum leik undanúrslita Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Fyrsti leikur liðanna sem fram fór í Njarðvík var æsispennandi og endaði með naumum sigri Njarðvíkurkvenna. Njarðvík hefur haft gott tak á Snæfelli í vetur og fyrir leikinn í kvöld höfðu þær grænklæddu unnið allar sex viðureignir liðanna í vetur. Það breyttist þó í kvöld því Snæfell hafði sigur í æsispennandi leik 85-83 þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndum leiksins. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1, og næsti leikur fer fram í Ljónagryfjunni þriðjudaginn 27.mars kl 19:15.
 
 
Leikurinn byrjaði skemmtilega og var mikil barátta enda mikið í húfi. Bæði lið reyndu töluvert fyrir sér fyrir utan þriggja stiga línuna en með frekar litlum árangri. Jafnræði var með liðunum og náði

[mynd]

 

Snæfell og Njarðvík áttust við í öðrum leik undanúrslita Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Fyrsti leikur liðanna sem fram fór í Njarðvík var æsispennandi og endaði með naumum sigri Njarðvíkurkvenna. Njarðvík hefur haft gott tak á Snæfelli í vetur og fyrir leikinn í kvöld höfðu þær grænklæddu unnið allar sex viðureignir liðanna í vetur. Það breyttist þó í kvöld því Snæfell hafði sigur í æsispennandi leik 85-83 þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndum leiksins. Staðan í einvíginu er því jöfn, 1-1, og næsti leikur fer fram í Ljónagryfjunni þriðjudaginn 27.mars kl 19:15.
 
 
Leikurinn byrjaði skemmtilega og var mikil barátta enda mikið í húfi. Bæði lið reyndu töluvert fyrir sér fyrir utan þriggja stiga línuna en með frekar litlum árangri. Jafnræði var með liðunum og náði Snæfell mest fimm stiga forystu í kjölfarið á þriggja stiga körfu frá Björgu Einarsdóttur en Njarðvík kom til baka og skoraði fjögur síðustu stig leikhlutans. Snæfell leiddi 20-19 að honum loknum.

 
Sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta, mikið jafnræði og barátta í báðum liðum en um miðbik leikhlutans kom góður kafli hjá Njarðvík þar sem þær pressuðu Snæfellinga stíft og skoruðu 8 stig í röð. Njarðvíkurkonur voru öflugar í sóknarfráköstunum og þá sérstaklega Lele Hardy en einnig átti Salbjörg Sævarsdóttir góðan sprett og skoraði 5 stig á skömmum tíma. Snæfellingar söxuðu aðeins á forskot Njarðvíkur en staðan í hálfleik var 40-43 Njarðvík i vil. Stigahæstar í liði Snæfells voru Kieraah Marlow með 12 stig og Jordan Murphree með 11 stig. Í liði Njarðvíkur voru þær Shanae Baker-Brice með 17 stig og Lele Hardy með 5 stig og 12 fráköst.

 

[mynd]

 

Njarðvík hóf þriðja leikhluta með körfu frá Salbjörgu Sævarsdóttur en Hldur Sigurðardóttir svaraði hinum megin. Jafnræði var með liðunum í upphafi leikhlutans en um miðbiks hans sigu Njarðvíkurkonur örlítið fram úr og náðu níu stiga forystu. Snæfellskonur fengu mikið af opnum skotum fyrir utan en þau rötuðu ekki rétta leið og Lele Hardy var sem klettur í vörninni og reif niður flest fráköst. Baker-Brice var öflug í sókninni hjá Njarðvík og réðu Snæfellingar illa við hana. Snæfellingar börðust vel í lokin og skoruðu síðustu átta stig leiksins, fyrst Hildur Sigurðar með þrist, svo stal Murphree boltanum og skoraði með sniðskoti. Njarðvík nýtti ekki sína sókn og Björg Einarsdóttir skoraði svo þriggja stiga körfu í þann mund sem leiktíminn leið út. Æsispennandi leikur og góð stemmning í húsinu.

 
Njarðvíkingar opnuðu fjórða leikhluta með tveimur þristum frá Baker-Brice og Petrúnellu en Snæfellingar létu ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu leikinn. Bæði lið voru búin að skipta yfir í svæðisvörn um þetta leyti og tóku mikið af langskotum. Snæfellingar voru grimmari í sóknarfráköstunum en áður og þá sérstaklega Kieraah Marlow en hún var gríðarlega öflug á þessum tímapunkti. Hún bæði tók fráköst og skoraði undir körfunni. Svipað var upp á teningnum á hinum enda vallarins en þar reyndu Njarðvíkurkonur mikið af þriggja stiga skotum og ef þau geiguðu þá náðu þær oft sóknarfráköstunum.

 
Lokamínútur leiksins voru æsispennandi og hefði sigurinn hæglega getað dottið hvoru megin sem er. Lele Hardy jafnaði leikinn í 77-77 með þrggja stiga körfu þegar um tvær mínútur voru eftir og í kjölfarið stal hún boltanum og gat komið Njarðvík yfir en Marlow stal honum aftur fyrir Snæfell. Hardy var ekki hætt og stal honum þá bara aftur og gaf á Baker-Brice sem átti skot sem fór ekki ofan í en títtnefnd Hardy náði sóknarfrákastinu og var brotið á henni í skoti. Hún fór því á vítalínuna en fyrra skotið hennar geigaði og það síðara fór ofan í.

 

Marlow skoraði hinum megin fyrir Snæfell og staðan 79-78. Ólöf Helga Pálsdóttir svaraði fyrir Njarðvík og kom þeim í 79-80 eftir að hafa hirt sóknarfrákast og innan við mínúta eftir af leiknum. Snæfell brunaði í sókn og átti Marlow skot sem geigaði og náði Lele Hardy frákastinu en fékk dæmt á sig skref í kjölfarið. Þegar 18 sekúndur voru eftir reyndi Hildur Sigurðardóttir þriggja stiga skot sem virtist vera varið af Petrúnellu en dómarinn dæmdi villu og þrjú vítaskot. Njarðvíkurkonur voru gífurlega ósáttar með þennan dóm. Hildur fór því á vítalínuna og héldu fjölmargir áhorfendur niður í sér andanum enda mikil spenna.

Fyrsta skotið geigaði en næstu tvö fóru ofan í og Snæfell því með eins stigs forystu 81-80 og átján sekúndur eftir. Njarðvík tók leikhlé í kjölfarið og var rafmagnað andrúmsloft í húsinu. Njarðvíkingar héldu í sókn og reyndi Lele Hardy skot sem fór ekki ofan í. Kieraah Marlow náði frákastinu í miklum atgangi undir körfunni og var hún næstum búin að missa boltann aftur en náði valdi á honum og brunaði fram þar sem brotið var á henni í sniðskoti og óíþróttamannsleg villa dæmd í kjölfarið. Þarna voru rétt rúmar fjórar sekúndur eftir og Snæfell átti tvö vítaskot og svo boltann líka. Marlow setti bæði skotin niður og forystan orðin þrjú stig, 83-80.

 

Snæfell fékk svo innkast við miðlínu og rataði boltinn á Jordan Murphree og var samstundis brotið á henni. Hún fór því á vítalínuna og setti bæði skotin niður og ljóst að sigurinn var í höfn enda aðeins tvær sekúndur eftir og forysta Snæfellskvenna fimm stig. Sverrir Þór tók leikhlé í kjölfarið til að ráða ráðum sínum. Njarðvíkingar fengu svo boltann við miðlínu á vallarhelmingi Snæfellinga og setti Baker rice þriggja stiga körfu nánast frá miðju en leiktíminn rann út á sama tíma og Snæfellingar fögnuðu gríðarlega.

 

[mynd]

 
Leikurinn var frábær skemmtun og ljóst að hart verður barist í næsta leik sem fer fram í Njarðvík þann 27. mars.

 
Stigahæstar í liði Snæfells í kvöld voru Kieraah Marlow með 28 stig, Jordan Murphree með 22 stig og svo Hildur Sigurðardóttir með 19 stig. Í liði Njarðvíkur var Shanae Baker-Brice atkvæðamest með 33 stig en þær Pertúnella Skúladóttir og Lele Hardy voru með 14 stig hvor. Hardy tók einnig 20 fráköst.
 

Heildarskor:
 
Snæfell: Kieraah Marlow 28/6 fráköst, Jordan Lee Murphree 22/9 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurdardottir 19/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 9, Hildur Björg Kjartansdóttir 4/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/4 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 0, Rósa Indriðadóttir 0, Ellen Alfa Högnadóttir 0, Berglind Gunnarsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0/4 fráköst.

 
Njarðvík: Shanae Baker-Brice 33/4 fráköst, Lele Hardy 14/20 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 14, Salbjörg Sævarsdóttir 10, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7/6 fráköst, Ína María Einarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 2/5 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Harpa Hallgrímsdóttir 0, Eyrún Líf Sigurðardóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0.

 
Myndasafn úr leiknum
 

Myndir og umfjöllun/ Þorsteinn Eyþórsson