Frábæru tímabili lokið hjá Snæfellsstúlkum

Leikur 4 í undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og Snæfells fór fram í Stykkishólmi en Njarðvík hafði yfirhöndina í einvíginu 2-1 og því úrslitaleikur fyrir Snæfell að hanga inni einn leik til. Mikil stemming var í stúkunni, hvatning og læti, en misjafn hvert fólk beindi orkunni. Leikurinn var heilt yfir sveiflukenndur en Snæfell leiddi meira i leiknum en það fór svo að eitt stig skildi að undir lokin og var það Njarðvíkurmegin 78-79 og ekki þörf á oddaleik, hörkueinvígi lokið og Snæfell lokið leik þetta tímabilið.


Það var ekkert skorað í upphafi leiks og liðin einbeittu sér að varnarleiknum í tvær mínútur þar sem ekkert var skorað. Staðan var 4-4 eftir 5 mínútur en Jordan Murphree smellti þá þrist fyrir Snæfell sem kveikti örlítið ljós

 

[mynd]

 

Leikur 4 í undanúrslitaeinvígi Njarðvíkur og Snæfells fór fram í Stykkishólmi en Njarðvík hafði yfirhöndina í einvíginu 2-1 og því úrslitaleikur fyrir Snæfell að hanga inni einn leik til. Mikil stemming var í stúkunni, hvatning og læti, en misjafn hvert fólk beindi orkunni. Leikurinn var heilt yfir sveiflukenndur en Snæfell leiddi meira i leiknum en það fór svo að eitt stig skildi að undir lokin og var það Njarðvíkurmegin 78-79 og ekki þörf á oddaleik, hörkueinvígi lokið og Snæfell lokið leik þetta tímabilið.

Það var ekkert skorað í upphafi leiks og liðin einbeittu sér að varnarleiknum í tvær mínútur þar sem ekkert var skorað. Staðan var 4-4 eftir 5 mínútur en Jordan Murphree smellti þá þrist fyrir Snæfell sem kveikti örlítið ljós og komust þær úr því í 14-6 og svo 16-8 sem var staðan eftir fyrsta hluta. Njarðvíkurstúlkur voru að missa boltann og Snæfell nýtti sér það vel.

 

[mynd]

 

Snæfellstúlkur komust í 21-10 í upphafi annars hluta og virtust hafa allt á hreinu á vellinum og Jordan komin með þrjá þrista. Njarðvík settu heldur betur í fimmta gírinn eftir að Ingi Þór fékk tæknivillu og komust yfir 23-24 þar sem ógæfan elti Snæfell um allan völl og þær misstu boltann í pressu Njarðvíkur hvað eftir annað svo að þær komust í 23-28 og 18-2 áhlaup gríðarsterkt eftir slaka byrjun grænna. Snæfell náði áttum og fóru að stela boltanum og komu til baka yfir miðjan hlutann komust yfir 34-33 og fóru í hálfleikinn með 40-35 eftir hörku síðustu mínútuna.

Hjá Snæfelli var jordan Murphree komin með 17 stig og 4 fráköst. Kieraah Marlow 12 stig. Í liðið Njarðvíkur var Lele Hardy með 13 stig og 11 fráköst en Shanae Baker Brice 11 stig. Snæfell hafði náð 11-0 áhlaupi í fyrri hálfleik en Njarðvík 10-0.

Strax í upphafi seinni hálfleiks smellti Petrúnella góðum tveimur fyrir Njarðvík og staðan 40-37 en þá tók Hildur Björg sig til og skorðaði næstu 8 stig fyrir Snæfell og staðan 48-40 fyrir Snæfell en Petrúnella átti einn góðann þrist á milli og var hressust gestanna. Snæfell leiddi fram hlutann þriðja og voru 11 stigum yfir 58-47 þegar Njarðvík sótti á 58-55 með góðum leik. Staðan var naum síðustu mínútuna þar sem Snæfell leiddi með 1 – 3 stigum. 64-64 var staðan með fjórða hluta eftir og rafmagnað andrúmsloftið í Hólminum.

 

[mynd]

Jafnt var í upphafi fjórða fjórðungs 68-68 og leikhlutinn farinn að minna á fyrsta hluta þar sem lítið fór fyrir skori fyrtsu mínúturnar en Snæfell stökk svo af stað og komst í 74-68. Njarðvík treysti mikið á Shanae Baker Brice sem átti að taka skotin eða þá Lele Hardy en skotin fóru ekki niður og Snæfell náðu fráköstum. Njarðvík náðu að jafna 74-74 með hörku hjá Shanae Baker og Lele Hardy smellti svo þremur 74-77 og 1:23 eftir. Þetta gerði það að verkum að Njarðvík settist í bílstjórasætið lokamínútuna.

Lele Hardy kláraði víti 76-79 þegar 40 sekúndur voru eftir og Kieraah Marlow minnkaði muninn í eitt stig 78-79 þegar tæpar 30 sekúndur voru eftir. Njarðvík hóf sóknina með 4 sekúndna mun á tíma og skotklukku og leyfðu tímanum að rúlla. Lele Hardy átti skot þegar 8 sek voru eftir og Shanae Baker náði frákasti, tíminn rann út og Njarðvík sigraði með einu stigi 78-79 í hörkuleik og fara 3-1 úr þessu einvígi og mæta Haukum í úrslitaeinvígi Iceland express deildar kvenna á meðan Snæfell hefur lokið leik þetta tímabilið.

 

[mynd]

 

Hildur Björg Kjartansdóttir átti stórleik fyrir Snæfell ásamt Jordan en þær skoruðu 22 stig hvor þó það dygði skammt en að því sögðu mega Snæfellsstúlkur bera höfuðið hátt, þó það sé erfitt fara yfir þá hluti núna þá áttu þær alveg frábæran vetur þar sem þær sýndu alveg feikilega góða leiki og komust m.a. í bikarúrslitaleikinn og enduðu í 3ja sæti deildarinnar þrátt fyrir að hafa verið spáð miklu neðar. Við sjáum það betur þegar við lítum til baka að þær hafa haldið merkjum Snæfells uppi með gríðalega miklum sóma.

Snæfell:
Hildur Björg Kjartansdóttir 22/3 frák. Jordan Murphree 22/13 frák/4 stoðs/4 stolnir. Kieraah Marlow 16/3 frák/4 stoðs. Alda Leif Jónsdóttir 9/4 frák/4 stoðs. Berglind Gunnarsdóttir 5. Hildur Sigurðardóttir 4/7frák/4 stoðs. Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/4 frák. Ellen Alfa Högnadóttir 0/4 frák. Björg Guðrún Einarsdóttir 0. Sara Mjöll Magnúsdóttir 0. Rósa Kristín Indriðadóttir 0. Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.

Njarðvík:
Lele Hardy 27/23. Shanae Baker-Brice 27/6 frák/ 4 stoðs/3 stolnir. Petrúnella Skúladóttir 19/5 frák/4 stolnir. Ólöf Helga Pálsdóttir 4. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 2/4 frák/6 stoðs. Harpa Hallgrímsdóttir 0. Andrea Björt Ólafsdóttir 0. Salbjörg Sævarsdóttir 0. Ína María Einarsdóttir 0. Eyrún Líf Sigurðardóttir 0. Aníta Carter Kristmundsdóttir 0. Erna Hákonardóttir 0.

Símon B. Hjaltalín.
Myndir: Þorsteinn Eyþórsson

 

[mynd]