Takk fyrir stuðninginn í vetur.

Snæfellsfólk.

Nú er komið að uppgjöri keppnistímabils okkar hjá meistaraflokkum Snæfells í körfubolta.  Stjórn hefur þegar fundað og farið yfir starfið af miklum metnaði með það í huga að gera enn betur næst.  Draga fram það sem að betur hefði mátt gera og endurtaka síðan alla jákvæðu þættina


Við  þökkum innilega fyrir mikinn stuðning  því án ykkar væri starfið  ekki eins metnaðarfullt og raun ber vitni. Gleymum því ekki að þetta er félagsstarf sem við höfum valið okkur og á einmitt að gefa okkur endalausa gleði og um leið fjölga í vinahópnum.


Starf körfuboltadeildar Snæfells snýst um miklu meira….

Snæfellsfólk.


Nú er komið að uppgjöri keppnistímabils okkar hjá meistaraflokkum Snæfells í körfubolta.  Stjórn hefur þegar fundað og farið yfir starfið af miklum metnaði með það í huga að gera enn betur næst.  Draga fram það sem að betur hefði mátt gera og endurtaka síðan alla jákvæðu þættina

Við  þökkum innilega fyrir mikinn stuðning  því án ykkar væri starfið  ekki eins metnaðarfullt og raun ber vitni. Gleymum því ekki að þetta er félagsstarf sem við höfum valið okkur og á einmitt að gefa okkur endalausa gleði og um leið fjölga í vinahópnum.

Starf körfuboltadeildar Snæfells snýst um miklu meira en boltaleikinn. Hugsið ykkur hvað þetta félagsstarf gefur mörgum mikla gleði og hjá okkur eru engin aldursmörk sem  sést best á körfuboltaleikjunum og eftir því er tekið.

Bæði liðin stóðu sig vel í vetur. Strákarnir féllu út á naumasta mun eftir að hafa verið  á  mikilli siglingu eftir áramót.  Nú ætlum við að bæta við þann góða kjarna sem myndaðist í vetur og erum  þegar byrjuð að undirbúa hópana  fyrir næsta tímabil, samningar standa yfir þessa dagana.

Hjá stelpunum fengum við heldur betur flott úrslit.  Liðið fór í bikarúrslitaleikinn þar sem þær töpuðu naumlega fyrir Njarðvík.  Og í fyrsta skipti í sögu Snæfells komst kvennalið okkar  í undanúrslit á Íslandsmótinu þar sem liðið náði í sinn fyrsta sigur og töpuðu í hörkuleikjum 1-3 fyrir Njarðvík. Sannarlega flottur árangur gegn Íslands – og bikarmeisturunum. 

Bæði lið hafa verið félagi okkar  til fyrirmyndar innan sem utan vallar í vetur og hafa leikmenn  unnið til einstaklingsverðlauna. Hildur Sigurðardóttir var í fimm manna  úrvalsliði fyrri og seinni umferðar þar sem Ingi Þór Steinþórs þjálfari var útnefndur þjálfari síðari hlutans hjá konunum.  Jón Ólafur Jónsson var svo í úrvalsliði síðari umferðar hjá körlunum.

Við erum mjög stolt af liðum okkar og höfum metnað til að gera betur.  Það er  einmitt  með öllum þessum mikla stuðningi ykkar sem gerir okkur kleift að halda áfram og bera merki Snæfells hátt á lofti.
Ágæta stuðningsfólk  nær og fjær.

Hafið  bestu þakkir fyrir öflugan stuðning með góðri mætingu á leiki okkar í allan vetur og góðri þátttöku í fjölbreyttum fjáröflunarverkefnum.  Við ætlum okkur áfram stóra hluti í körfuboltanum hér í Hólminum og hlökkum til að fá að njóta krafta ykkar.  Bæði kvenna og karlalið okkar verða vel mönnuð á næsta keppnistímabili.  Þá hefur flest allt stjórnarfólkið gefið kost á sér til áframhaldandi sjálfboðavinnu og fyrir það þakka ég fyrir hönd félagsins.  Þjálfarateymið er samningsbundið til ársins 2014 og geri aðrir betur ! 

 

Snæfellsfólk, gleðilegt sumar og ÁFRAM SNÆFELL  !
Fyrir hönd kkd. Snæfells / meistaraflokka
Gunnar Svanlaugsson, formaður