Fjölnir lagði Snægrím í síðasta leiknum

Snæfell/Skallagrímur tóku á móti Fjölni í unglingaflokki karla í Stykkishólmi en þetta var frestaður leikur. Fjölnismenn sem voru að komast í úrslitin, voru sprækari mest allann leikinn með smá skorpum frá Snægrími (Snæfell/Skallagrími). Fjölnir leiddi 11-18 eftir fyrsta hluta og voru Snægrímingar að henda boltanum frá sér of oft. Fjölnir komst í 12-24 strax í upphafi annars hluta og sköpuðu sér þá forystu sem þeir höfðu mest yfir í leiknum.

[mynd]

 

Snæfell/Skallagrímur tóku á móti Fjölni í unglingaflokki karla í Stykkishólmi en þetta var frestaður leikur. Fjölnismenn sem voru að komast í úrslitin, voru sprækari mest allann leikinn með smá skorpum frá Snægrími (Snæfell/Skallagrími). Fjölnir leiddi 11-18 eftir fyrsta hluta og voru Snægrímingar að henda boltanum frá sér of oft. Fjölnir komst í 12-24 strax í upphafi annars hluta og sköpuðu sér þá forystu sem þeir höfðu mest yfir í leiknum.

 

Staðan 23-40 í hálfleik fyrir Fjölnir sem voru mun sterkari með meira skipulag á sínum leik og höfðu meiri breidd en Snægrímur sem voru einungis sjö á blaði og voru undir 47-63 eftir þriðja hluta. Snægrímur áttu þá 9-0 áhlaup sem saxaði á forystu Fjölnis 55-63. Nær komust þeir ekki þrátt fyrir góðar tilraunir og Fjölnir smelltu tveimur þristum fyrir 60-74 og of lítið eftir fyrir heimamenn að gera atlögu. Fjölnir sigraði 67-82 og eru sem fyrr sagði komnir í úrslitakeppni unglingaflokks
karla en Snægrímur höfðu ekki að því að keppa í kvöld.

Snæfell/Skallagrímur: Davíð Guðmundsson 20 stig, Egill Egilsson 16, Birgir Þór Sverrisson 11, Andrés Kristjánsson og Þorbergur Helgi Sæþórsson 6, Snjólfur Björnsson og Magnús Ingi Hjálmarsson 4.

Fjölnir: Arnþór Freyr Guðmundsson 22 stig, Haukur Sverrisson, Daði Grétarsson 9, Elvar Sigurðsson, Friðrik Karlsson 8, Gunnar Ólafsson, Björgvin Ríkarðsson 6, Trausti Eiríksson, Gústaf  Davíðsson 4, Tómas Bessason, Róbert Sigurðsson og Björn Tyler 2.

 

[mynd]