Sigur í síðasta leik ungl.fl kvenna

Snæfellsstúlkur tryggðu sér efsta sætið með því að sigra níunda leikinn í röð
Stelpurnar í Snæfell léku sinn síðasta deildarleik í unglingaflokki kvenna mánudagskvöldið 16. Apríl í DHL-Höll þeirra KR-inga.  Það styttist í undanúrslitin og voru stelpurnar í góðri stöðu fyrir síðasta leikinn sem var frestaður leikur.  Lokatölur 47-71 og efsta sætið staðreynd eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum í vetur.  Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst með 15 stig í jöfn liði Snæfells.

[mynd]

 

Snæfellsstúlkur tryggðu sér efsta sætið með því að sigra níunda leikinn í röð
Stelpurnar í Snæfell léku sinn síðasta deildarleik í unglingaflokki kvenna mánudagskvöldið 16. Apríl í DHL-Höll þeirra KR-inga.  Það styttist í undanúrslitin og voru stelpurnar í góðri stöðu fyrir síðasta leikinn sem var frestaður leikur.  Lokatölur 47-71 og efsta sætið staðreynd eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum í vetur.  Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst með 15 stig í jöfn liði Snæfells.

Stelpurnar hófu leikinn af krafti eftir að Hólmarinn Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir hafði opnað leikinn með flottri körfu.  Stelpurnar komust í 4-14 og leiddu 7-19 eftir fyrsta leikhluta.  Þríri nýjir leikmenn voru komnir í leikmannahóp Snæfells úr 10. Flokki stúlkna og var gríðarlega jákvætt að sjá innkomu þeirra í leiknum en allar komur þær inná í báðum hálfleikum.  Eftir að Snæfell hafði komist í 11-27 kom smá hik á stúlkurnar sem virtust vera í þægilegri stöðu og fóru þær illa með góð færi.  Staðan í hálfleik 22-32.

Ellen Alfa opnaði síðari hálfleikinn með þrist og stelpurnar komust fljótt í 27-49 forystu þar sem þær léku af meiri krafti og elju en í fyrri hálfleik.  Stelpurnar voru ávallt með leikinn í öruggri stjórn en misstu niður forystuna í lok þriðja leikhluta og staðan 31-49.  Mestri forystu eða 25 stigum náðu stelpurnar í upphafi fjórða leikhluta, Hildur Björg og Sara Mjöll nýttu hæð sína vel og sýndu fínar hreyfingar undir körfu heimastúlkna.  Kristún Kúld skoraði fallega þriggjastigakörfu í sínu eina skoti í leiknum við mikin fögnuð.  Stelpurnar gerðu það sem þurfti og það var að sigra, lokatölur 47-71.

Stelpurnar sem hófu tímabilið með lykildömur í meiðslum töpuðu fyrstum þremur leikjunum gegn Keflavík, Haukum og Val.  En eftir að Björg Guðrún og Berglind Gunnars komu aftur inn hafa þær unnið alla sína níu leiki á Íslandsmótinu sem tryggði þeim efsta sætið.  Það er hinsvegar ekki ljóst hverjir verða mótherjar í undanúrslitum þar sem Haukar og Valur eiga eftir að leika frestaðan leik.  Snæfell fær liðið sem tapar þeim leik í undanúrslitunum sem fram fara í DHL-Höllinni 28. Apríl.

Stigaskor Snæfells í leiknum: Berglind Gunnarsdóttir 15 stig, Sara Mjöll Magnúsdóttir 14, Hildur Björg Kjartansdóttir 13, Ellen Alfa Högnadóttir 10, Björg Guðrún Einarsdóttir 7, Rebekka Rán Karlsdóttir og Aníta Rún Sæþórsdóttir 4 og Kristún Kúld 3.  Andrea Pálsdóttir, Helena Baldurs og Silja Katrín Davíðsdóttir náðu ekki að skora en stóðu sig með prýði.

Stigaskor KR: Kristbjörg Pálsdóttir 17 stig, Ragnhildur Arna Arnarsdóttir 14, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 10, Helga Hrund Friðriksdóttir 3 og þær Perla Jóhannsdóttir og Rannveig Ólafsdóttir 2.  Sólrún Sæmundsdóttir lék en náði ekki að skora.

 

[mynd]