Fyrsti í undirskriftum.

Pennaþytur hjá mfl karla og kvenna var í dag í körfunni fyrir næsta tímabil.

Fengin, í þetta sinn, voru fjórar stúlkur og fjórir strákar sem áttu heimagengt í dag að undirskriftarborðum. En allnokkrir leikmenn beggja liða bíða undirskrifta á allra næstu misserum.

Hjá kvennaliðinu: Berglind Gunnarsdóttir, Alda Leif Jónsdóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir.

Í karlaliðinu: Nonni Mæju, Ólafur Torfason, Hafþór Ingi Gunnarsson og Magnús Ingi Hjálmarsson……..

 

Pennaþytur hjá mfl karla og kvenna var í dag í körfunni fyrir næsta tímabil.

Fengin, í þetta sinn, voru fjórar stúlkur og fjórir strákar sem áttu heimagengt í dag að undirskriftarborðum. En allnokkrir leikmenn beggja liða bíða undirskrifta á allra næstu misserum.

 

Hjá kvennaliðinu staðfestu þær, Berglind Gunnarsdóttir, Alda Leif Jónsdóttir, Helga Hjördís Björgvinsdóttir og Hildur Björg Kjartansdóttir veru sína næsta vetur í Snæfelli.

 

[mynd]

 

Í karlaliðinu voru það þeir Nonni Mæju og Ólafur Torfason sem skrifuðu undir tveggja ára samninga en Hafþór Ingi Gunnarsson og Magnús Ingi Hjálmarsson skrifuðu undir eins árs samning.

 

[mynd]

 

Það má segja að ásamt því að vera að loka síðasta tímabili þá erum við klár í næsta og gott betur.

Áfram Snæfell

Stjórn kkd Snæfells.

 

[mynd]