Flott frammistaða í síðasta leiknum í unglingaflokki karla

Strákarnir áttu frestaðan leik eftir gegn Njarðvíkingum sem gátu tryggt sér fyrsta sætið með sigri.  Liðið var fámennað en Egill Egilsson lá heima veikur og strákarnir mættir sex á gólfið.  Lokatölur 74-85 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 41-42 Njarðvík í vil.  Davíð Guðmundsson var stigahæstur með 20 stig.

 

Snæfells/Skallagrímsmenn hófu leikinn af ákveðni og ætluðu ekkert að láta toppliðið vaða uppi þó svo að þeir væru fámennir.  Jafnræði var á meðal liðanna í upphafi en gestirnir komust í 6 stiga forystu 14-20 sem heimamenn náðu niður fyrir lok fyrsta leikhluta 23-27.  Í öðrum leikhluta….

Strákarnir áttu frestaðan leik eftir gegn Njarðvíkingum sem gátu tryggt sér fyrsta sætið með sigri.  Liðið var fámennað en Egill Egilsson lá heima veikur og strákarnir mættir sex á gólfið.  Lokatölur 74-85 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 41-42 Njarðvík í vil.  Davíð Guðmundsson var stigahæstur með 20 stig.

 

Snæfells/Skallagrímsmenn hófu leikinn af ákveðni og ætluðu ekkert að láta toppliðið vaða uppi þó svo að þeir væru fámennir.  Jafnræði var á meðal liðanna í upphafi en gestirnir komust í 6 stiga forystu 14-20 sem heimamenn náðu niður fyrir lok fyrsta leikhluta 23-27.  Í öðrum leikhluta ná gestirnir töluvert af fráköstum og halda sér þannig í leiknum, staðan 28-33. Davíð kom með góður körfur og staðan orðinn 39-39, staðan í hálfleik 41-42.

 

Í þriðja leikhluta spiluðu strákarnir af góðum krafti og sigldu framúr Njarðvíkurliðinu, flott vörn og góður kraftur í sókninni skilaði liðinu 60-52 og skoruðu Njarðvíkingar einungis 10 stig í leikhlutanum.  Í fjórða leikhluta snérist dæmið við og strákarnir náðu ekki að fylgja góðum þriðja leikhluta, Njarðvík sóttu gríðarlega hart á körfuna og uppskáru 2-17 áhlaupi.  Njarðvíkingar sigldu góðum sigri í höfn þrátt fyrir að Snæfell/Skallagrímur léku prýðisvel á sex mönnum.  Lokatölur 74-85.

 

Njarðvíkingar tryggðu sér því efsta sætið í deildinni og mæta Fjölni í undanúrslitum en í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast KR og Haukar.
Strákarnir hafa því lokið tímabilinu og við tekur gott sumarprógram með sól í hjarta.

 

Stigaskor Snæfells/Skallagríms: Davíð Guðmundsson 20 stig, Snjólfur Björnsson 15, Birgir Þór Sverrisson 13, Magnús Ingi Hjálmarsson 12, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9 og Andrés Kristjánsson 5.

 

Stigaskor Njarðvíkur: Ólafur Helgi 19 stig, Mackij Baginski 16, Styrmir Fjelsted 13, Jens Óskarsson 9, Óli Alexander 7, Egill Birgis 6, Sigurður Dagur 4.  Einar Örn náði ekki að skora.