Unglingaflokkur kvenna: Úrslit í dag kl 16.00!

Snæfellsstúlkur og Valsstúlkur hófu leik í undanúrslitum og sigruðu okkar stúlkur 68-52 eftir að hafa leitt leikinn í hálfleik 38-24.  Björg Guðrún Einarsdóttir var stigahæst með 16 stig en allar stelpurnar léku ágætlegan varnarleik.

 

Valsstelpur léku svæðisvörn sem Snæfell þökkuðu fyrir og smelltu niður fjórum þristum (Björg 3 og Berglind 1) stelpurnar leiddu 16-7 en áður höfðu Valsstúlkur komist í 5-7.  Varnarleikur Snæfells var í fyrirrúmi en sóknarleikurinn hefur verið betri, þær leiddu 20-11 eftir fyrsta leikhluta.

Snæfellsstúlkur og Valsstúlkur hófu leik í undanúrslitum og sigruðu okkar stúlkur 68-52 eftir að hafa leitt leikinn í hálfleik 38-24.  Björg Guðrún Einarsdóttir var stigahæst með 16 stig en allar stelpurnar léku ágætlegan varnarleik.

 

Valsstelpur léku svæðisvörn sem Snæfell þökkuðu fyrir og smelltu niður fjórum þristum (Björg 3 og Berglind 1) stelpurnar leiddu 16-7 en áður höfðu Valsstúlkur komist í 5-7.  Varnarleikur Snæfells var í fyrirrúmi en sóknarleikurinn hefur verið betri, þær leiddu 20-11 eftir fyrsta leikhluta.  Ellen Alfa tók góða rispu og kom Snæfell í 27-17 þegar að Valsstúlkur tóku leikhlé.  Fín spilamennska kom þeim í 36-21 og leiddu stelpurnar 38-24 í hálfleik þar sem Björg Guðrún og Ellen Alfa voru búnar að skora 11 stig en hjá Val var Guðbjörg Sverris með 10.  Frákastabaráttan í fyrri hálfleik var Valsstúlkna en því ætluðu Snæfell að breyta.

Í upphafi síðari hálfleiks Hildur Björg og Ellen Alfa og Snæfell komnar í 42-24, eftir það létu næstu stig bíða vel á eftir sér.  Varnarleikurinn var hinsvegar öflugur og Valsstúlkur náðu ekki að minnka muninn, staðan eftir þrjá leikhluta 51-31.  Snæfell höfðu snúið frákastabaráttunni sér í vil og baráttan þeirra.

Í fjórða leikhluta opnaði Rebekka Rán leikhlutan með þrist og Sara Mjöll fylgdi á eftir með öðrum þrist og staðan orðin 57-33.  Allir leikmenn Snæfells fengu að spreyta sig og sækja sér dýrmæta reynslu.  Berglind Gunnars og Hildur Björg hafa átt betri daga í sókninni en þær léku vel varnarlega og leiddu liðið í tölfræði þáttum leiksins, Hildur Björg með hæsta framlagið eða 30 og var með tvöfalda tvennu, 12 stig og 21 frákast.  Berglind Gunnars fann ekki fjölina sóknarlega séð en liðið var +26 stig þegar að hún var inná.  Björg Guðrún var einnig með tvöfalda tvennu 16 stig og 10 fráköst.  Liðið kláraði leikinn með sextánstiga sigri 68-52 og tryggðu sér sæti í úrslitaleikinn.

Stigaskor Snæfells: Björg Guðrún Einarsdóttir 16 stig(10 fráköst, 5 stoðsendingar), Hildur Björg Kjartansdóttir 12 stig(21 frákast, 6 stoðsendinar), Sara Mjöll Magnúsdóttir 12 stig(8 fráköst), Ellen Alfa Högnadóttir 11 stig(5 stoðsendingar, 5 stolnir), Berglind Gunnarsdóttir 7 stig(6 fráköst, 3 stoðsendingar), Rebekka Rán Karlsdóttir 6 stig, Aníta Rún Sæþórsdóttir 2 stig(3 fráköst) og Silja Rún Davíðsdóttir 2 stig.  Helena Helga Baldurs, Andrea Kristín Pálsdóttir og Kristrún Kúld léku en náðu ekki að skora.

Stigaskor Vals: Guðbjörg Sverrisdóttir 22 stig(15 fráköst, 3 stoðsendingar og 6 stolnir), Ragnheiður Benonisdóttir 10 stig(16 fráköst), Margrét Ósk Einarsdóttir 8 stig, Hallveig Jónsdóttir og Elsa Rún Karlsdóttir 6 stig.  Brynja Sigurgeirs, Selma Skúla og Berglind Bergsdóttir náðu ekki að skora.

Í hinum undanúrslitaleiknum léku Keflavík og Haukar, Keflavík leiddu allan leikinn og sigurðu að lokum með tíu stiga mun eftir að hafa leitt mest með 24 stigum. 
Sara Rún Hinriks var stigahæst með 29 stig en hjá Haukum var það Auður Ólafs með 19 stig.

Úrslitaleikurinn fer fram í DHL-Höllinni klukkan 16:00 sunnudaginn 29. apríl og er sýndur í beinni útsendingu á KR-TV.