Reykjanescupmeistarar í þriðja skiptið á fjórum árum.

Fyrsti leikur karlaliðs Snæfells var gegn Njarðvík í íþróttahúsi Keflavíkur. Ungt lið Njarðvíkur með Friðrik Erlend Stefánsson innanborðs lék okkar menn oft grátt. Snæfell voru að elta frá upphafi og leiddu Njarðvíkingar 23-18 eftir fyrsta leikhluta, mikið var um miskilning í vörninni og greinilegt að um fyrsta leik var að ræða.  Strákarnir minnkuðu muninn í þrjú stig 27-24 en Njarðvík leiddu 38-30 í hálfleik……

 

Fyrsti leikur karlaliðs Snæfells var gegn Njarðvík í íþróttahúsi Keflavíkur. Ungt lið Njarðvíkur með Friðrik Erlend Stefánsson innanborðs lék okkar menn oft grátt. Snæfell voru að elta frá upphafi og leiddu Njarðvíkingar 23-18 eftir fyrsta leikhluta, mikið var um miskilning í vörninni og greinilegt að um fyrsta leik var að ræða.  Strákarnir minnkuðu muninn í þrjú stig 27-24 en Njarðvík leiddu 38-30 í hálfleik. 

 

Njarðvík náðu 11 stiga forystu 41-30 en fín barátta Snæfells kom muninum niður í 3 stig, 41-38.  Njarðvík náðu aftur 8 stiga forystu fyrir lok þriðja leikhluta 52-44.  Hjörtur Einarsson var Snæfellsliðinu erfiður en kappinn smellti niður 25 stigum og var maðurinn á bakvið 62-47 forystu Njarðvíkur í upphafi fjórða leikhluta, Mestri forystu náðu Njarðvíkingar 75-56 en okkar menn náðu muninum niður í 15 stig og lokatölur 79-64.

Stefán Karel Torfason, Jóhann Kristófer Sævarsson og Óttar Sigurðsson voru að leika sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Snæfells og Stefán sinn fyrsta fyrir Snæfell.

Stigaskor Snæfells:  Jón Ólafur Jónsson 15 stig, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14, Ólafur Halldór Torfason 11, Sveinn Arnar Davíðsson 10, Stefán Karel Torfason 8 og Magnús Ingi Hjálmarsson 2.  Gunnlaugur Smárason, Kristófer Sævars og Óttar Sigurðs léku en skoruðu ekki.

Stigaskor Njarðvíkur: Hjörtur Einarsson 25 stig, Elvar Már Friðriksson 20 og Ágúst Orrason 14. 

 

Leikið var daglega í Reykjanescupmótinu og léku Snæfell gegn Keflavík á fimmtudeginum í Íþróttahúsi Njarðvíkur.  Sveinn Arnar Davíðs og Magnús Gunnarsson opnuðu leikinn með sitt hvorum þristinum en Snæfell höfðu undirtökin með Ólaf Torfa helmassaðan undir körfu Keflvíkinga, staðan 18-12 eftir fyrsta leikhluta.  Snæfell hélt forystunni en Keflvíkingar voru ekki langt undan, Snæfell náðu loks að hrista Keflvíkinga af sér og komust í 20 stiga forystu 55-35 og staðan í hálfleik 55-37.  Magnús varð fyrir smá hnjaski og lék ekki meira með Keflavík í leiknum.  Barátta Snæfells í vörninni var góð og leikmenn grimmari í sínum aðgerðum frá leiknum við Njarðvík.  Staðan eftir þrjá leikhluta 76-62 og lokatölur 95-70.

Góður sigur og jákvæð breyting á hugarfari leikmanna.

Stigaskor Snæfells: Ólafur Halldór Torfason 27 stig, Jón Ólafur Jónsson 26, Stefán Karel Torfason 13, Hafþór Ingi Gunnarsson 12, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10, Sveinn Arnar Davíðsson 7.  Gunnlaugur Smárason, Kristófer Sævars, Magnús Ingi Hjálmars og Óttar Sigurðs léku en skoruðu ekki.
Stigaskor Keflavíkur: Ragnar Gerald Albertsson 14 stig, Valur Orri Valsson 13, Guðmundur Auðunn 12 og aðrir minna.

 

Það var því ljóst að fyrir síðasta leik strákanna gegn Grindavík að með sigri yrðu þeir treysta á Keflavík, en sá leikur var á eftir leik Snæfells og Grindavíkur.  Ekkert annað en 25 stiga sigur myndi tryggja Snæfell sigur á mótinu og því að þurfa ekki að treysta á önnur lið.  Magnaður leikur gegn Grindavík og 107-82 sigur tryggði liðinu Reykjanescup bikarinn í þriðja skiptið á fjórum árum.

Grindvíkingar með Jóhann Árna Ólafs og Þorleif Ólafs heita leiddu í fyrsta leikhluta en Jón Ólafur hélt okkar mönnum við efnið, staðan 17-22 eftir fyrsta leikhluta.  Það var svo Hafþór Ingi sem braut ísinn og kom Snæfell yfir með þrist 29-27 og eftir það litu drengirnir ekkert tilbaka, þeir leiddu 43-35 í hálfleik þar sem varnarleikurinn í öðrum leikhluta var ljómandi.  Jóhann Árni sá um að minnka muninn í tvö stig 45-43 með skotsýningu en í stöðunni 50-48 náðu okkar menn 11-0 áhlaupi og leiddu 71-59 eftir þriðja leikhluta. 

 

Í stöðunni 76-66 í fjórða leikhluta skiptu Snæfell um vörn og voru Grindvíkingar í vandræðum með að skora, Snæfell juku forystuna þétt og þegar um 1 mínúta var eftir munaði 23 stigum, Ármann setur þá þrist og munurinn 20 stig, Pálmi fær tvö vítaskot og setur bæði niður, Snæfell náðu að stoppa og Hafþór Ingi setur niður annað af tveimur vítaskotum sínum og munurinn 23 stig.  Snæfell þurftu því 2 stig til að tryggja sér sigur á mótinu og með góðum varnarleik náðu þeir að fá boltann þegar um 20 sekúndur voru eftir.  Sveinn Arnar braust í gegn og lagði boltann í þegar um 14 sekúndur voru eftir.  Grindavík náðu ekki skoti og 25 stiga sigur tryggði Snæfell Reykjanescup titilinn.  Það kom svo í ljós síðar um kvöldið að Keflavík sigruðu Njarðvík með 18 stiga mun og sigur hefði því dugað. 

Stigaskor Snæfells: Jón Ólafur Jónsson 28 stig, Sveinn Arnar Davíðsson 21, Bræðurnir Ólafur Halldór Torfason og Stefán Karel Torfason 16, Hafþór Ingi Gunnarsson 13, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10 og Gunnlaugur Smárason 3.  Aðrir náðu ekki að skora en léku.
Stigaskor Grindavíkur: Jóhann Árni Ólafs 32 stig og Þorleifur Ólafsson 18, aðrir minna.

 

[mynd]