Slakur leikur gegn Val

Valsstúlkur komu hungraðar í leikinn og komust í 4-11 með góðum tilþrifum í sókn og pressuvörn og þar var Guðbjörg Sverris á skot(skónum) í góðri liðsheild. Hildur Björg lagaði stöðuna fyrir Snæfell með þrist 7-11 og Helga Hjördís minnkaði í 9-11 og leikar voru að jafnast. Valsstúlkur héldu áfram að pressa vel í vörninni og náðu að fá Snæfell til að missa boltann dállítið og halda sjálfar forystunni 11-17. Staðan eftir fyrsta hluta var 14-24 fyrir Val þar sem Guðbjörg Sverris var komin með 10 stig…….

Gleðilegt árið öll saman. Boltinn farinn að rúlla á nýju ári og allir að setja sig í gírinn. Það var allavega svoleiðis í Hólminum þar sem Valur kom í heimsókn til Snæfells í Domino´s deild kvenna. Snæfell í öðru sæti yfir hátíðarnar með 22 stig og Valur í því fjórða með 14 stig. Jaleesa Butler komin á klakann aftur og nú með Val og aðalnaglinn Berglind Gunnars mætt aftur í lið Snæfells, mikilvæg endurkoma þar.

Byrjunarliðin.
Snæfell: Kieraah Marlow, Hildur Sig, Hildur Björg, Helga Hjördís, Alda Leif.
Valur: Guðbjörg Sverris, Jaleesa Butler, Unnur Lára, Kristrún Sigrjóns, Ragna Margrét.

Valsstúlkur komu hungraðar í leikinn og komust í 4-11 með góðum tilþrifum í sókn og pressuvörn og þar var Guðbjörg Sverris á skot(skónum) í góðri liðsheild. Hildur Björg lagaði stöðuna fyrir Snæfell með þrist 7-11 og Helga Hjördís minnkaði í 9-11 og leikar voru að jafnast. Valsstúlkur héldu áfram að pressa vel í vörninni og náðu að fá Snæfell til að missa boltann dállítið og halda sjálfar forystunni 11-17. Staðan eftir fyrsta hluta var 14-24 fyrir Val þar sem Guðbjörg Sverris var komin með 10 stig.

Valur komust strax í 14-28 en Alda Leif setti þá niður næstu fjögur stig og Snæfell færði sig nær 18-28 og Rósa Kristín var duglega að stela boltum. Snæfell bætti vörn sína og náði aðeins að kroppa 27-34 en skotnýtingin var ekki fín hjá heimastúlkum en lagaðist Snæfell náði þó að fikra sig nær í róleg heitum og var staðan í hálfleik 32-38 og Valsstúlkur ekki að stinga af eins og útlit var fyrir á köflum.

Í liði Snæfells voru Alda Leif og Kieraah Marlow komnar með 9 stig hvor og Hildur Björg 7 stig. Guðbjörg Sverris var komin með 12 stig og Jaleesa Butler með 8 stig og 11 fráköst fyrir Val. 

Snæfell jafnaði 40-40 með sniðskoti frá Hildi Sig. Það munaði um að Ragna Margrét var komin með 4 villur og hvíldi á bekknum hjá Val en Kristrún og Guðbjörg smelltu þá sínum hvorum þristnum og Kristrún tveimur til og staðan snarlega orðin 40-48 í þremur sóknum og Kristrún kláraði svo einn þrist til og staðan 40-51 þegar Snæfell tók leikhlé. Skotsýning Vals var þó ekki búin því Jaleesa Butler vildi einn þrist niður líka og munurinn sem Snæfell hafði verið að krafsa niður var fokinn út móa. Allt gekk upp hjá Val og lýsandi dæmi um það þegar Þórunn Bjarnadóttir setti einn þrist langt fyrir utan á lokaflauti þriðja hluta og staðan 46-63 eftir þriðja hluta og mjög slakur leikur Snæfells undirstrikaður.

Ferskar Valsstúlkur voru komnar 20 stigum yfir 54-74 og munaði þeim einnig um að fá þar 18 stig og 19 fráköst sem voru komin frá Jaleesa Butler en Guðbjörg og Kristrún spiluðu mjög vel ásamt fínum varnarleik sem liðið skilaði í dag. Alda Leif og Hildur Björg báru af í liði Snæfells en liðsheildina vantaði í dag, sérstaklega varnarlega og mistækur leikur of oft á köflum. Valsstúlkur kannski fundið góðann takt eftir mikilvægann sigur á Snæfelli 64-81.

Snæfell: Hildur Björg  22/12 frák. Alda Leif 14/4 frák/4 stoðs. Kieraah Marlow 12/10 frák. Helga Hördís 5/7 frák. Hildur Sig 5/8 stoðs. Silja Katrín 2. Rósa Kristín 2. Berglins Gunnarsdóttir 2. Rebekka Rán 0. Aníta Rún 0..

Valur: Jaleesa Butler 18/19 frák. Guðbjörg Sverrisdóttir 16. Kristrún Sigrjónsdóttir 16/3 frák/3 stoðs. Þórunn Bjarnadóttir 8. Hallveig Jónsdóttir 6. Ragnheiður Benónísdóttir 6. Ragna Margrét 6/5 frák. Unnur Lára 3/4 frák. María Björnsdóttir 2/3 frák. Sóllija Bjarnadóttir 0. Kristin Óladóttir 0. Margrét Ósk 0.

Símon B. Hjaltalín.