Sigri landað í framlengingu

Snæfellsstrákar lönduðu sigri á ÍR í framlengingu 93-102 í Seljaskóla í kvöld.Staðan eftir 40 mínútur var 87-87. Sveinn Arnar geigaði á tveimur vítum þegar 27 sekúndur voru eftir og Eric Palm klikkaði á tveggja stiga skoti undir lokin fyrir ÍR. Rafmagnaðar lokasekúndur en Snæfell tók framlenginguna 6-15 og kláraði dæmið.

 

Ólafur Torfa var að salla niður körfum og endaði stigahæstur með 25 stig, flottur leikur hjá honum.

 

Tölfræði leiksins

 

ÍR-Snæfell 93-102 (16-26, 28-22, 19-17, 24-22, 6-15)


ÍR: Eric James Palm 34/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 20/6 fráköst, D'Andre Jordan Williams 12, Sveinbjörn Claessen 9/6 fráköst, Nemanja Sovic 7, Ellert Arnarson 7, Vilhjálmur Theodór Jónsson 3/5 fráköst, Hjalti Friðriksson 1/8 fráköst, Friðrik Hjálmarsson 0, Ragnar Bragason 0, Tómas Aron Viggóson 0, Þorgrímur Emilsson 0.


Snæfell: Ólafur Torfason 25, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 18/4 fráköst, Jay Threatt 15/4 fráköst/10 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 15/17 fráköst, Asim McQueen 14/12 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Sigurður Á. Þorvaldsson 5, Hafþór Ingi Gunnarsson 3/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 0, Stefán Karel Torfason 0, Óttar Sigurðsson 0, Kristinn Einar Guðmundsson 0.