Tap í erfiðum leik.

Snæfell setti sín fyrstu stig eftir 2:30 mínútna leik en Grindavík komst í 0-7 þar sem Jóhann Árni smellti fimm stigum. Grindavík var að spila góða vörn og hraðar sóknir og uppskáru að halda forskoti 9-17. Grindavík voru að spila eins og áður sagði fantavörn en og voru að leiða með 9 stigum 15-24 eftir fyrsta hluta……

 

Toppslagur í Hólminum þar sem Grindavík komu í heimsókn á Snæfellsnesið. Fyrir leikinn var Grindavík í öðru sæti og Snæfell í því þriðja, bæði með 18 stig. Fyrri leikur liðanna fór 110-102 fyrir Grindavík í Grindavík.

Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Asim McQueen, Pálmi Freyr, Jay Threatt, Sveinn Arnar Davíðsson.
Grindavík: Jóhann Árni, Aaron Broussard, Samuel Zeglinski, Sigurður Þorsteinsson, Þorleifur Ólafsson

Snæfell setti sín fyrstu stig eftir 2:30 mínútna leik en Grindavík komst í 0-7 þar sem Jóhann Árni smellti fimm stigum. Grindavík var að spila góða vörn og hraðar sóknir og uppskáru að halda forskoti 9-17. Grindavík voru að spila eins og áður sagði fantavörn en og voru að leiða með 9 stigum 15-24 eftir fyrsta hluta.

Meira varð um fálm og tog þar sem nokkrar villur fóru að fjúka á einn og annan og leikar að harðna og höfðu verið bara kurteisir fram að þessu. Staðan 22-31 fyrir Grindavík og leikurinn jafnari. Þorleifur náði stemmingsþrist 24-37 og Grindavík virtist ætla sér eitthvað. Snæfell kom sér úr 31-41 í 36-41 en liðin voru að missa boltan á víxl undir lokin og líkamlega töff leikur í gangi. 40-45 var staðan í hálfleik.

Hjá Snæfelli var Nonni Mæju kominn með 13 stig og Asim McQueen með 11 stig. Hjá Grindavík var Jóhann Árni með 10 stig og Sammy Zeglinski með 9 stig. Sigurður Gunnar var þó fast á hæla þeirra með 8 stig.

Grindavíkingar komu ferkir til baka og settu leikin strax í 11 stiga forskot 42-53 með sama krafti og í fyrri hálfleik. Snæfell setti í svæðisvörn og uppskáru að komast nær 55-60 og náðu fínum stoppum á sóknir Grindavíkur. Það var svo þrautin að elta svona fyrir Snæfell en Jay Threatt smellti niður þremur þristum og kom Snæfelli í 64-60. Staðan eftir þriðja hluta var 66-60 og borðin höfðu snúist við þar sem sóknarleikur Snæfells var hreint afbragð með svæðisvörinni.

Meiri spenna var hlaupin í leikin þó hún hafi verið til staðar heilt yfir og nákvæmlega þannig viljum við hafa svona slagi þegar Grindavík komst yfir 68-69 og Snæfell aftur 73-72 með þrist frá Pálma Frey en Þorleifur svaraði 73-74 og svaka stuð í bænum. Samuel Zeglinski fór útaf meiddur á ökla og Grindavík komst með baráttu í sóknum sínum í 75-81 og villur fuku á Snæfellinga þegar 3 mínútur voru eftir. Grindavík keyrði vel og hittu vel en Snæfelli gekk illa að fá boltann niður og Grindavík komst í 77-86.

Snæfell komst í séns með áræðni og staðan var 84-86 þegar 26 sekúndur voru eftir. Grindavík hélt hins vegar haus undir lokin og Snæfell náði ekki að gera sér leik úr þessu í lokin þar sem Grindavík fékk nægan tíma að til éta upp klukkuna og sigraði 84-90 í hreint frábærum toppslag.

Snæfell: Jay Threatt 23/4 frák/9 stoðs/3 stolnir. Asim McQueen 22/12 frák. Jón Ólafur 17/5 frák. Pálmi Freyr 9/4 stoðs. Sveinn Arnar 7/4 frák. Ólafur Torfason 5. Sigurður Þorvaldsson 1/4 frák. Stefán Karel 0. Hafþór Ingi 0. Tinni Guðmundsson 0. Óttar Sigurðsson 0. Kristófer Sævarsson 0.

Grindavík: Jóhann Árni 23/3 stoðs. Þorleifur Ólafsson 18/3 frák/5 stoðs. Aaron Broussard 15/19 frák/6 stoðs/5 stolnir. Sigurður Gunnar 12/4 frák. Samuel Zeglinski 9/7 frák/5 stoðs. Ómar Örn Sævarsson 6/6 frák. Ryan Pettinella 3/4 frák. Jón Axel 2. Davíð Bustion 2. Björn Steinar 0. Jens Valgeir 0.

 

”Þetta var gríðalega sterkur sigur hjá okkur. Við vorum mjög ósáttir við tapið gegn Keflavík þó við náum ekki að kvitta fyrir það hér þá náum við allavega að koma til baka með sigur hér og að sama skapi Snæfell að tapa þar sem þeir eru svona lið númer tvö einsog staðan er með liðin á toppnum. Við náum góðum kafla í upphafi en fáum það oft í bakið aftur og sérstaklega í þriðja hluta gegn svæðisvörninni hjá þeim þar sem þeir ná stóru áhlaupi á okkur. En virkilega góður sigur líka í ljósi þess að við missum Sammy [Zeglinski] útaf og sýnir kannski breiddina hjá okkur.” Sagði Jóhann Árni Ólafsson sem var stigahæstur í leiknum hjá Grindavík með 23 stig.

 

Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur veit hvernig er að koma í Hólminn og bjóst við hörkurimmu. ”Þetta var mjög erfiður leikur eins og ég bjóst við og jafn alveg undir lokin sem var raunin og var hrikalega ánægður með að ná að klára þetta start. Við byrjuðum líka ágætlega í upphafi seinni hálfleiks en svo dalar þetta hjá okkur og dettum alveg niður á hælana og hikstum vel. Svo fórum við að sækja bara vel á körfuna og það skilaði okkur sterkum sigri á mjög erfiðum útivelli.”

Ingi Þór var allt annað en sáttur við leik sinna manna heilt yfir. ”Við byrjum leikin eins og við byrjuðu hérna í Lengjubikarnum að þeir fá duglegt forskot en á heildina litið vorum við ekki nógu góðir og við verðum að vera góðir til að vinna leiki í deildinni og það er bara svo einfalt.“

 

Símon B Hjaltalín