Engin Laugardalshöll í ár.

Stjörnumenn komu gráðugir í leikinn komust í 2-8 og spiluðu mjög vel í upphafi. Snæfell var aftur á móti stífir í sóknum sínum og gerðust ansi mistækir. Vörn Stjörnunnar var aftur á móti þétt og sóknir virkuðu léttar og einfaldar þar sem þeir komust í 4-15 þar sem Fannar var að drita þristum. Jay Threatt vildi líka skjóta stóru skoti og minnkaði munin í 10-15 og aftur 15-19. Það var líkt og mönnum líkaði illa við að skjóta innan við þriggja stiga línuna því allnokkrir flugu á kafla, ekki allir ofan í samt. Hittni Snæfells var köld og slök þegar Stjarnan leiddi orðið 20-31. Staðan eftir fyrsta hluta 25-33 fyrir Stjörnumenn…..

Tvö lið sem bæði hafa afrekað að landa bikartitli í Höllinni fyrir ekki svo löngu síðan, Snæfell árin 2008 og 2010 en Stjarnan 2009. Því mikið í húfi hjá liðunum í leiknum að sjá hver kæmist í Höllina og mæta þar Grindavík.

 

Byrjunarliðin.

Snæfell: Jón Ólafur, Asim McQueen, Sveinn Arnar, Pálmi Freyr, Jay Threatt.

Stjarnan: Marvin Valdimas, Justin Shouse, Brian Mills, Jarrid Frye, Fannar Freyr.

 

Stjörnumenn komu gráðugir í leikinn komust í 2-8 og spiluðu mjög vel í upphafi. Snæfell var aftur á móti stífir í sóknum sínum og gerðust ansi mistækir. Vörn Stjörnunnar var aftur á móti þétt og sóknir virkuðu léttar og einfaldar þar sem þeir komust í 4-15 þar sem Fannar var að drita þristum. Jay Threatt vildi líka skjóta stóru skoti og minnkaði munin í 10-15 og aftur 15-19. Það var líkt og mönnum líkaði illa við að skjóta innan við þriggja stiga línuna því allnokkrir flugu á kafla, ekki allir ofan í samt. Hittni Snæfells var köld og slök þegar Stjarnan leiddi orðið 20-31. Staðan eftir fyrsta hluta 25-33 fyrir Stjörnumenn.

 

Jarrid Frye hafði verið einkar drjúgur fyrir Garðbæinga en Jay Threatt hjá Snæfelli en Snæfellingar voru oft óheppnir í sóknum sínum þrátt fyrir góð skot en ofaní vildi boltinn ekki en stilltu upp í svæðisvörn og reyndu að róta upp sóknir Stjörnunnar þegar staðan var 30-37. Á móti hélt Stjarnan 10 stiga forskoti 33-43. Sigurður Þorvalds setti þrist og Kjartan Atli svaraði að bragði undir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik var 38-54.

 

Jay Threatt hafði sett niður 14 stig fyrir Snæfell en Jarrid Frye 15 stig og Jovan Zdravevski 10 stig fyrir Stjörnuna. Snæfelli vantaði meira frá öðrum úr byrjunarliðinu bæði í vörn og sókn sem og flestum bara á meðan Stjarnan skartaði ágætis leik.

 

Stjarnan byrjaði vel í upphafi seinni hálfleiks og leikurinn strax harðari í pústrum þegar Garðbæingar leiddu 40-59 vel stemmdir í þessum leik. Snæfelingar voru gríðalegamistækir í flestu sem þeir tóku sér fyrir hendur og virtust ráðalausir þegar þeir tóku leikhlé í stöðunni 42-61. Snæfell reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn og voru komnir nær 52-66 þegar Stjarnan smellti næstu fimm stigum 52-71 og virtust komast í skot hvar sem var og hitta. Staðan var 58-72 fyrir Stjörnuna eftir þriðja fjórðung og Snæfellingar þurftu að fara að taka vel á því til að komast í séns.

 

Snæfell hélt sér aftan í Stjörnumönnum 10-12 stigun á eftir í fjórða leikhluta og staðan var 65-77 þegar 6 mínútur voru eftir. Snæfellsmenn reyndu pressu sem dugði oft ekki og sérstaklega þegar Marvin fékk að labba einn inn fyrir og troða 67-79. Jón Ólafur fékk sína fimmtu villu þegar tæpar 5 mínútur voru eftir. Justin Shouse sá til þess að Stjörnumenn færu rólega í gegnum síðustu mínúturnar með þrist sem gaf þeim 19 stiga forskot 71-90. Stjörnumenn spiluðu allan leikinn sannfærandi og voru tilbúnir frá upphafi allstaðar á vellinum. Stjörnumenn mæta svo Grindavík í Höllinni í úrslitaleik 16. febrúar eftir sigurinn á Snæfelli 71-92.

 

Snæfell: Jay Threatt 21/6 frák/9 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson 12/frák. Hafþór Ingi Gunnarsson 10/4 stoðs. Asim McQueen 9/8 frák. Sveinn Arnar Davíðsson 8. Ólafur Torfason 7. JónÓlafur Jónsson 6/4 frák. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2. Stefán Karel 0. Tinni Guðmundsson 0. Óttar Sigurðsson 0. Kristófer Sævarsson.

 

Stjarnan: Jarrid Frye 21/4 frák. Brian Mills 14/11 frák/4 stoðs. Justin Shouse 14/7 frák/8 stoðs. Marvin Valdimarsson 13/8 frák. Jovan Zdravevski 13. Fannar Freyr Helgason 13/9 frák. Kjartan Atli Kjartansson 3. Sæmundur Valdimarsson 1. Dagur Kár 0. Magnús Bjarki 0. Tómas Þórður 0.

 

Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar spjallaði við Karfan.is eftir leik.

“Við mættum þeim frá fyrsta leikhluta, rosalega klárir og vorum sterkir varnarlega en sóknarleikurinn var ekkert sérstakur þar sem komu kaflar þar sem við misstum þetta niður og hentum boltanum frá okkur þegar við hefðum getað gert út um leikinn. Við vorum þó að gera góða hluti í vörn og náðum stoppum á þá og náum að halda þeim í um tíu til tólf stigum frá okkur. Þannig að varnarleikurinn var það sem gerði gæfumuninn hjá okkur og vorum mjög vel undirbúnir þannig að plan A gekk algjörlega upp og við þurftum ekkert að fara að breyta neinu og fara í annað sem við höfðum verið að æfa og allt small hjá okkur. Þetta var líka liðsigur sem ég er virkilega ánægður með.”

 

Aðspurður um úrslitaleikinn og Grindavík.

”Það eru fullt af erfiðum leikjum fram að úrslitaleiknum og nú verðum við að ýta því frá okkur. En það er auðvitað frábært að komast þangað og við horfðum leikinn hjá Grindavík Keflavík á leiðinni hingað og Grindavík er auðvitað frábært lið. En það er líka merkilegt að allir leikir í undanúrslitum karla og kvenna vinnast á útivelli en verðlaunin eru vel þegin að komast í Laugardalshöllina”

 

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir leikinn

  ”Þetta var ekki drauma helgi hjá okkur. Við spiluðum ekki nógu vel í dag og lentum á eftir, bara strax og eltum allan leikinn. Þegar við náðum að fara hreyfa boltann vel þá náum við ekki að setja niður opnu skotin og við hættum að treysta því að skotin dyttu niður hjá hjá okkur og framhaldinu þvingum við of mikið og driplum mikið sem gerði varnarleikinn þeirr enn auðveldari fyrir vikið. Stjörnuliðið er of gott til að vera elta allan leikinn og svona stórt líka þetta átján til nítján stig. Ég er ánægður með að menn hættu ekkert og lögðust niður en við verðum að gera betur. Þessi keppni er þá bara búinn og við snúum okkur að næsta verkefni.”

 

Símon B. Hjaltalín.