Snæfell 66 – 75 Keflavík

Keflavíkurstúlkur sigruðu fyrir viku síðan í bikarkeppninni og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum gegn Valsstúlkum, en í dag var það Dominosdeildin þar sem Keflavík höfðu einugis tapað einum leik. Keflavík höfðu sigrað báða leiki liðanna í deildinni fyrir daginn í dag og því síðasti séns Hólmara að ná að eiga möguleika á að ná Keflavík á toppnum.
 

Kieraah Marlow byrjaði leikinn af miklum krafti fyrir heimastúlkur og skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta. Jessica Ann hélt í við hana og skoraði 12 stig. Eftir að Keflavík höfðu verið yfir 17-21 skoruðu Snæfellsstúlkur síðust…..

Keflavík vann í dag sinn þriðja deildarisgur í Domino´s deildinni gegn Snæfell og hefur nú sex stiga forskot á Hólmara en liðin áttust við í Stykkishólmi í dag.
 
 

Byrjunarlið Snæfells: Hildur Sig, Alda Leif, Hildur Björg og Kieraah Marlow
Byrjunarlið Keflavíkur: Pálína, Jessica, Sara Rún, Birna og Bryndís
 

Keflavíkurstúlkur sigruðu fyrir viku síðan í bikarkeppninni og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum gegn Valsstúlkum, en í dag var það Dominosdeildin þar sem Keflavík höfðu einugis tapað einum leik. Keflavík höfðu sigrað báða leiki liðanna í deildinni fyrir daginn í dag og því síðasti séns Hólmara að ná að eiga möguleika á að ná Keflavík á toppnum.
 

Kieraah Marlow byrjaði leikinn af miklum krafti fyrir heimastúlkur og skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta. Jessica Ann hélt í við hana og skoraði 12 stig. Eftir að Keflavík höfðu verið yfir 17-21 skoruðu Snæfellsstúlkur síðustu níu stig leikhlutans og leiddu 26-21. Áfram héldu Hólmarar að leiða leikinn 34-27 en síðustu fimm mínúturnar í fyrri hálfleik var Hólmurum fyrirmunað að skora og Keflavíkurstúlkur sem voru mjög grimmar að slá út um allan völl þvinguðu Snæfell í mikið af töpuðum boltum eða 11 þar af 9 í öðrum leikhluta.
 

Stigahæst í Snæfell var Kieraah með 19 stig og næst kom Hildur Björg með 6.
Stigahæst í Keflavík var Jessica Ann með 16 stig og næst kom Bryndís Guðmunds með 9.
 

Keflavík voru einbeittar og ákveðnar í upphafi þriðja leikhluta og lögðu þær grunninn að sigrinum á þessum kafla, þær komust í 36-49 áður en Snæfell rönkuðu við sér þegar fyrirliðinni Hildur Sigurðardóttir setti niður góða körfu. Snæfell neituðu að leggja upp laupana og bættu í, þær minnkuðu muninn í 53-55 með þrist frá fyrirliðanum rétt fyrir lok þriðja leikhluta. Keflvíkingar höfðu áfram frumkvæðið og var ótrúlegt að Snæfell skyldi hanga inní leiknum á öllum þessum töpuðu boltum en þeir voru 27 í heildina. Staðan 61-64 þegar að um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Birna Valgarðs og Jessica settu þá niður sex vítaskot og Keflavík komust í 61-70, þá forystu létu þær ekki af hendi þrátt fyrir að Snæfell reyndu hvað þær gátu.
 

Jessica Ann Jenkins var best í liði Keflavíkur með 31 stig og 11 fráköst, næst henna kom Birna Valgarðs með 18 og Bryndis Guðmunds var með 13 stig.
Hjá Snæfell var það Kieraah Marlow sem var stigahæst með 31 stig og 8 fráköst en næstar henni komu nöfnurnar Hildur Sig og Hildur Björg með 9.
 

27 tapaðir boltar eru ekki uppskriftin að sigurleik og það þurfa Snæfellsstúlkur að laga fyrir næsta leik. Þær sýndu Keflavíkurstúlkunum alltof mikla virðingu og leyfðu þeim að berja sig útúr leiknum. Keflavíkurliðið spilaði grimmt og refsuðu Snæfell fyrir sín mistök og fóru heim með stigin tvö sem þetta jú snýst allt um.
 

Keflavík eru því sex stigum á undan Snæfell á toppnum þegar tíu umferðir eru eftir af 28 leikja móti og verður erfitt fyrir nokkuð lið að ná þeim úr þessu. En það á aldrei að segja aldrei og verður fróðlegt að sjá hvort að eitthvað lið nái að stöðva þetta Keflavíkurlið.

 

Snæfell leika næst á miðviudag gegn Njarðvík á útivelli en Keflavík fá Valsstúlkur í heimsókn.
 

Dómarar leiksins voru Þeir Björgvin Rúnarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson en þeir báru of mikla virðingu fyrir Keflavík í þessum leik.
 

Snæfell-Keflavík 66-75 (26-21, 10-16, 17-18, 13-20)
 

Snæfell: Kieraah Marlow 31/8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 9/15 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/11 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5, Alda Leif Jónsdóttir 3/8 fráköst, Rósa Indriðadóttir 1/4 fráköst, Sara Sædal Andrésdóttir 0.
 

Keflavík: Jessica Ann Jenkins 31/11 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 18/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 4/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0.
 

Umfjöllun/ Arnþór Pálsson

Myndir Eyþór Benediktsson

Myndir Sumarliði Ásgeirsson