Sigur í Njarðvík

Snæfellsstúllkur sigruðu Njarðvík 61-78 og voru með undirtökin allan tímann í leiknum. Þær byrjuðu fyrsta leikhluta sterkt 8-19 og litu ekki til baka eftir það. Staðan í hálfleik  var 28-43 fyrir Snæfell. Stigaskor var jafnara í seinni hálfleik en ekkert sem ógnaði forskoti Snæfells sem landaði sigri og eru þar með áfram í öðru sæti með 32 stig en Keflavík er í fyrsta með 36 stig og Valur í þriðja með 24 stig.

 

Njarðvík-Snæfell 61-78 (8-19, 20-24, 18-19, 15-16)
 
 
Njarðvík: Lele Hardy 35/16 fráköst, Svava Ósk Stefánsdóttir 7/6 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Sara Dögg Margeirsdóttir 3, Soffía Rún Skúladóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 2, Salbjörg Sævarsdóttir 2/6 varin skot, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 0, Eva Rós Guðmundsdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0.


 
Snæfell: Kieraah Marlow 24/15 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/7 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 13/4 fráköst, Rósa Indriðadóttir 8, Hildur Sigurðardóttir 6/13 fráköst/5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 6/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/5 fráköst, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0.

 

Tölfræði leiksins