Hörkuleikur féll Snæfellsmegin í dag

Menn hittu ágætlega í upphafi leiks en Martin og Brynjar settu sinn hvorn þristinn og komust KR-ingar í 7-14. Ryan Amoroso kynnti sig til leiks með því að hamra boltann í vörðu skoti eitthvað upp í stúku vel fyrir ofan hring og sveif yfir Brandon Richardsson. KR komst í 14-21 og voru frískir í sókn og vörn. Snæfellsmenn komu sér hægt inní leikinn og létu ekki lemja sig niður 22-23 þar sem Sveinn Arnar og Hafþór Gunnars kveiktu von og Nonni Mæju var áræðinn. 24-25 var staðan fyrir KR eftir fyrsta leikhluta en Finnur Atli hafði verið sterkur með 9 stig……

Fyrir leikinn var Snæfell í 3. sæti deildarinnar með 20 stig og KR í 6. sæti með 16 stig og því líklegt að um hörkuleik yrði að ræða en svona til að rifja það upp þá vann Snæfell fyrri leik liðanna á heimavelli KR 63-104 og því eru vesturbæingar ekki á að láta gerast aftur.

Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Sigurður Þorvaldsson, Jay Threatt, Pálmi Freyr, Ryan Amoroso
KR: Brynjar Þór, Martin Hermannsson, Finnur Atli, Brandon Richardsson, Darshawn McClellan.

Menn hittu ágætlega í upphafi leiks en Martin og Brynjar settu sinn hvorn þristinn og komust KR-ingar í 7-14. Ryan Amoroso kynnti sig til leiks með því að hamra boltann í vörðu skoti eitthvað upp í stúku vel fyrir ofan hring og sveif yfir Brandon Richardsson. KR komst í 14-21 og voru frískir í sókn og vörn. Snæfellsmenn komu sér hægt inní leikinn og létu ekki lemja sig niður 22-23 þar sem Sveinn Arnar og Hafþór Gunnars kveiktu von og Nonni Mæju var áræðinn. 24-25 var staðan fyrir KR eftir fyrsta leikhluta en Finnur Atli hafði verið sterkur með 9 stig.

Ryan gerði eitthvað sem menn er ekki að gera en það er að stoppa boltann í spjaldið hjá Kristófer Acox, tók svo frákast og skoraði i næstu sókn. Leikurinn varð mjög líkamlega fastur og menn voru að fá pústra og leikurinn jafn 29-29. Nonni Mæju var kominn með 3 villur um miðjann annan hluta og var hvíldur og Ryan fór sömu leið nokkru síðar. Leikurinn jafn og hressandi 43-43 þegar tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Snæfell smellti tveimur þristum frá Jay Threatt og Sigurði Þorvalds og staðan var 51-46 í hálfleik fyrir Snæfellinga.

Stigahæstur var Jay Threatt kominn með 13 stig og 6 stoðsendingar, Ryan Amoroso var kominn með 9 stig og 8 fráköst. Í liði KR var Helgi Már kominn með 12 stig og bróðir hans Finnur Atli 9 stig og 4 fráköst.

Snæfell skoraði fyrstu körfuna í seinni hálfleik 53-48 en KR kláraði næstu sókn 53-50. Þá tók Snæfell þvílíkan sprett og komust í 60-53 með 5 stigum frá Nonna og þremur frá Sigurði Þorvalds sem var á eldi og sá mikið til þess að Snæfell kæmist í forskotið 71-55 en Snæfell hlóð líka í fína vörn og komust í 20 stiga forskot 75-55. KR voru lánlausir þrátt fyrir góð skot og færi þá skoppaði boltinn of oft af hringnum og Snæfell náðu fráköstum. KR náði aðeins að koma sér nær áður en þriðji hluti rann út og staðan 83-69 fyrir Snæfell.

KR voru að skipuleggja sig betur og náðu strax niður í 9 stig 83-74. Snæfell héldu haus og áttu erfið skot en þau vildu ofaní 92-83 var staðan um miðjan fjórða hluta. Brandon, Helgi og Brynjar voru mest í mörgu hjá KR og sáu til þess að eiga séns. Snæfellingar leystu varnarvinnu ágætlega, allir sem inná voru hjá Snæfelli sáu til þess að halda sínum mönnum við efnið 102-92 með tvær mínútur á klukkunni. KR skutu langskotum og brutu þegar Snæfell fékk boltann út síðustu mínútu leiksins en Snæfellingar settu sín skot niður og kláruðu leikinn 110-104 en það voru stóru skotin sem duttu Snæfellsmegin í upphafi seinni hálfleiks á meðan KR náði ekki svara því.

Snæfell: Jay Threatt 24/4 frák/11 stoðs. Sigurður Þorvaldsson 24/6 frák. Jón Ólafur 19/5 frák. Ryan Amoroso 17/12 frák. Sveinn Arnar 10/7 frák. Hafþór Ingi 10. Ólafur Torfason 3/4 frák. Pálmi Freyr 3. Stefán Karel 0. Tinni Guðmundsson 0. Kristófer Sævarsson 0. Óttar Sigurðsson 0.

KR: Brandon Richardsson 20/5 frák. Helgi Már 17/7 frák. Martin Hermannsson 16. Brynjar Þór 16. Finnur Atli 12/8 frák. Darshawn McClellan 12/8 frák. Kristófer Acox 6. Jón Orri 5. Emil Þór 0. Darri Freyr 0.

Símon B Hjaltalín.