SIgur í framlengingu

Það er ekki auðveldur útivöllur að fara á á Ísafirði. Það fengu okkar menn að finna þegar þeir mættu í leikinn sem endaði Snæfellsmegin 106-110 eftir að framlengja þurfti 94-94 en góður þristur frá Jay Threatt þegar 1.4 sekúndur voru eftir á klukkunni small í netinu og Snæfell rétt bjargaði sér í framlengingu.KFÍ menn voru ósáttir við að klukkan hefði ekki farið í gang og eitthvað en leikir hafa unnist með minni tíma á klukkunni. Snæfell var hins vegar lengi í gang og KFÍ menn spiluðu vel og leiddu leikinn fram undir lok annars hluta og komust  4. hluti var arfaslakur eftir að hafa komist í þokkalega forystu……

[mynd]

 

Það er ekki auðveldur útivöllur að fara á á Ísafirði. Það fengu okkar menn að finna þegar þeir mættu í leikinn sem endaði Snæfellsmegin 106-110 eftir að framlengja þurfti 94-94 en góður þristur frá Jay Threatt þegar 1.4 sekúndur voru eftir á klukkunni small í netinu og Snæfell rétt bjargaði sér í framlengingu. KFÍ menn voru ósáttir við að klukkan hefði ekki farið í gang og eitthvað en leikir hafa unnist með minni tíma á klukkunni.

 

Snæfell var hins vegar lengi í gang og KFÍ menn spiluðu vel og leiddu leikinn fram undir lok annars hluta og komust 8 stigum yfir 29-21. Snæfellingar ákv´ðu þá að gefa í á móti því að KFÍ slakaði á varnarlega og Nonni setti þrist sem kom Snæfelli yfir 34-35 og Snæfell leiddi 42-51 í hálfleik. Snæfell leiddi eftir það fram í 4. hluta sem var arfaslakur eftir að hafa komist í þokkalega forystu 65-79 þar sem Siggi Þorvalds fór á kostum í leiknum. KFÍ löguðu til hjá sér og náðu hægt að komast inní leikinn þar sem Snæfellingar gerðu slatta af mistökum og jöfnuðu 80-80 þar sem hinn magnaði Damian Pitts smellti þremur. Kristján Pétur átti magnaðan þrist fyrir 85-85 og liðin hnífjöfn undir lokin.

 

Í stöðunni 91-91 skoraði Pitts þrjú, 94-91 og 1.4 sekúndur eftir þegar Snæfell tekur leikhlé og staðan verulega þröng. Boltinn er tekinn inn á sóknarhelmingi Snæfells og Jay fær hann í sínar hendur og skutlar boltanum í þriggja stiga skoti í netið og 94-94 endaði leikurinn og fór í framlengingu. Menn voru ósáttir á Ísafirði og töldu þetta aðeins gerast í sumum leikjum en öðrum ekki að dómarar skoðuðu myndbandsupptöku til að styðjast við. Sem túlka má að á þá væri sérstaklega hallað og þeir beittir meira óréttlæti en aðrir. Um það verður ekki dæmt hér en skiljanlega súrt bragð í munni Ísfirðinga og myndu önnur lið í þeirra sporum sjálfsagt láta heyra eins í sér. En dómgæslan var kannski ekki sú burðugasta sem sést hefur í leiknum.

 

En framlenging varð raunin og SNæfellsmenn héldu svo sem ekkert inn í þær mínútur méð neinum stjörnuleik og máttu hafa sig alla við að sigra öfluga KFÍ menn 106-110.

Siguður Þorvaldsson fór á kostum í liði Snæfells og þar þarf ekkert að segja að menn séu að ná fyrra leikformi, það er komið takk fyrir með 34 stigum og 12 fráköstum og 65% skotnýtingu og 90% í vítum. Damina Pitts var að vonum mjög öflugur fyrir Ísfirðinga en kappinn var með 38 stig og 10 stoðsendingar.

 

Tölfræði leiksins

 

KFÍ-Snæfell 106-110 (26-21, 16-30, 23-28, 29-15, 12-16)
 
KFÍ: Damier Erik Pitts 38/10 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 25/12 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 17/4 fráköst, Tyrone Lorenzo Bradshaw 15/11 fráköst, Hlynur Hreinsson 11/4 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Óskar Kristjánsson 0, Björgvin Snævar Sigurðsson 0, Haukur Hreinsson 0, Hákon Ari Halldórsson 0, Samuel Toluwase 0.
 
Snæfell: Sigurður Á. Þorvaldsson 34/12 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 22/8 fráköst/5 stoðsendingar, Ryan Amaroso 19/17 fráköst, Jay Threatt 16/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/6 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5, Stefán Karel Torfason 4, Sveinn Arnar Davíðsson 0.

 

Símon B Hjaltalín

Myndir: Sumarliði Ásgeirsson

[mynd]