Yfirlýsing frá körfuknattleiksdeild Snæfells

Stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells fagnar niðurstöðu aganefndar KKÍ þar sem að Sveinn Arnar Davíðsson er laus allra mála eftir að hafa verið kærður af dómara leiks Snæfells gegn KFÍ.

 

Við hörmum  upphlaup vegna meints atviks og sömuleiðis þann leiðindarfréttaflutning sem málið hefur hlotið.  Það er sorglegt hvernig málið var sett upp og staðhæfingar um að leikmaðurinn hafi „ viljandi sparkað „ í höfuð leikmanns KFÍ en ásetningur leikmanns Snæfells var enginn í þessu atviki.

 

Þess í stað hefðu allir aðilar getað fengið umfjöllun um magnaðan leik tveggja góðra liða þar sem að leikmenn  skoruðu   glæsilegar  3 ja stiga körfur og síðan tryggði leikmaður Snæfells  liðinu framlengingu með ótrúlegri körfu langt utan af velli og í kjölfarið lönduðu Snæfellsmenn góðum sigri.

 

Við  fögnum því að málinu er lokið og  allir málsaðilar geta þvi haldið áfram að gera sitt besta á körfuboltavellinum. 

 

Baráttan framundan er skemmtileg og skorum við á fjölmiðla að fjalla ítarlega um körfuna á jákvæðan hátt .

Bestu körfuboltakveðjur,

Stykkishólmi 15. febrúar 2013
Stjórn kkd Snæfells

Stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells fagnar niðurstöðu aganefndar KKÍ þar sem að Sveinn Arnar Davíðsson er laus allra mála eftir að hafa verið kærður af dómara leiks Snæfells gegn KFÍ.

 

Við hörmum  upphlaup vegna meints atviks og sömuleiðis þann leiðindarfréttaflutning sem málið hefur hlotið.  Það er sorglegt hvernig málið var sett upp og staðhæfingar um að leikmaðurinn hafi „ viljandi sparkað „ í höfuð leikmanns KFÍ en ásetningur leikmanns Snæfells var enginn í þessu atviki.

 

Þess í stað hefðu allir aðilar getað fengið umfjöllun um magnaðan leik tveggja góðra liða þar sem að leikmenn  skoruðu   glæsilegar  3 ja stiga körfur og síðan tryggði leikmaður Snæfells  liðinu framlengingu með ótrúlegri körfu langt utan af velli og í kjölfarið lönduðu Snæfellsmenn góðum sigri.

 

Við  fögnum því að málinu er lokið og  allir málsaðilar geta þvi haldið áfram að gera sitt besta á körfuboltavellinum. 

 

Baráttan framundan er skemmtileg og skorum við á fjölmiðla að fjalla ítarlega um körfuna á jákvæðan hátt .

Bestu körfuboltakveðjur,

Stykkishólmi 15. febrúar 2013
Stjórn kkd Snæfells

 

[mynd]