Lagðir á Króknum.

Það var heldur betur spenna í leik Tindastóls og Snæfells sem endaði með tveggjastiga sigri Tindastóls. Snæfellsmenn hafa verið í naumum útileikjum undanfarið en nú voru þeir lagðir 81-79. Þar sem Grindavík tapaði í umferðinni var þetta tækifæri til að jafna þá að stigum í efsta sætinu en þess í stað er Snæfell í þriðja sæti, sem er ekkert slæmt útaf fyrir sig en stutt er á milli liða í deildinni.

Á meðan Snæfell átti annan fjórðung 18-27 eftir að staðan var 21-19 eftir fyrsta hluta þá komu Tindastólsmenn sterkir í seinni hálfleikinn og tóku þriðja hluta 22-13 og staðan því 61-59 fyrir lokahlutan sem var hjartastuðandi og endaði 20-20 og leikurinn þar með 81-79. Jay Threatt var stighæstur með 30 stig og Ryan Amoroso 16 stig og 16 fráköst. Helgi Rafn var í stuði hjá Stólunum með 23 stig.

 

Nánari umfjöllunnar er að öllum líkindum að vænta á Karfan.is

 

Tölfræði leiksins