Tvö stig í hús Snæfells

Snæfell byrjaði af krafti og virtust ætla sér að keyra þetta í gang strax. Fjölnisstúlkur voru heldur betur ekki á því eftir smá samtal við Ágúst þjálfara og komust þær yfir 5-6 og gerðu leikinn fyrir vikið spennandi og skemmtilegan. Fjölnir komst með fínni vörn í 11-14 og Snæfell hitti ekki vel en staðan hefði verið önnur ef eitthvað hefði farið ofaní en sóknarleikurinn varð staður og rýr. Snæfell fóru þá til skrafs og ráðagerða sem kom þeim tilbaka um fimm stig og með þremur frá Öldu komust þær í 16-14 og enduðu fyrsta hluta á að leiða 20-18 og Fjölnir voru að veita góða keppni…..

 

Byrjunarliðin.

Snæfell: Kieraah Marlow, Hildur Björg, Hildur Sigurðardóttir, Alda Leif, Berglind Gunnarsdóttir.

Fjölnir: Britney Jones, Bergdís Ragnarsdóttir, Heiðrún Harpa, Bergþóra Tómasdóttir, Fanney Lind. 

 

Snæfell byrjaði af krafti og virtust ætla sér að keyra þetta í gang strax. Fjölnisstúlkur voru heldur betur ekki á því eftir smá samtal við Ágúst þjálfara og komust þær yfir 5-6 og gerðu leikinn fyrir vikið spennandi og skemmtilegan. Fjölnir komst með fínni vörn í 11-14 og Snæfell hitti ekki vel en staðan hefði verið önnur ef eitthvað hefði farið ofaní en sóknarleikurinn varð staður og rýr. Snæfell fóru þá til skrafs og ráðagerða sem kom þeim tilbaka um fimm stig og með þremur frá Öldu komust þær í 16-14 og enduðu fyrsta hluta á að leiða 20-18 og Fjölnir voru að veita góða keppni.

 

Fjölnir komust aftur yfir og fór Fanney Lind að setja góðar körfur ásamt Britney Jones sem gaf þeim forystu 24-31. Þá kom að kafla Snæfells sem jöfnuðu 33-33 með góðum skotum Öldu og Hildar Sig en sóknarleikurinn var að fá meiri hreyfingu og vörnin með góð stopp. Hildur Sig og Berglind Gunnars sáu til þess að Snæfell kæmist í 39-33 með stóru skotunum en Kieraah Marlow sallaði niður undir körfunni og áttu því flottan kafla sem steinlá 14-0. Snæfell leiddi í hálfleik 41-35 og voru orðnar heitar.

 

Hjá Snæfelli var Kieraah Marlow komin með 14 stig og 8 fráköst og næst henni voru Hildur Sig, Alda Leif og Berglind Gunnars með 8 stig hver. Í liði Fjölnis var Britney Jones komin með 13 stig, Fanney Lind 8 stig og Bergdís Ragnars 6 stig.

 

Snæfell komst í 47-39 í upphafi þriðja hluta en gáfu svo oft eftir í sóknum sínum líkt og í upphafi fyrri fjórðunga í leiknum eða eins og má líka færa þetta upp að Fjölnir spilaði ágætis varnarleik. Það kom þó ekki að sök því þær náðu að halda Fjölni fyrir aftan sig í þetta skiptið þó ekki skildi mikið að 54-48. Snæfell leiddi 65-56 eftir þriðja fjórðung.

 

Snæfell leiddu leikinn 77-66 og voru alltaf þessu skrefi á undan þegar þær höfðu uppskorið forystuna. Liðin voru að skiptast á að skora í fjórða hluta og jafnræði með liðunum en ekkert sem ógnaði forystu Snæfells frá Fjölnisliðinu sem áttu erfitt með að elta um 10 stiga muninn uppi og Snæfell gerðu það sem þær þurftu til að klára leikinn 92-76. Fjölnir heldur því áfram að glíma við að verkefni að verma botnsætið en sýndur samt að þær eiga sitthvað inni. Snæfell hins vegar í öðru sætinu sem fyrr og ætla sér að landa því hið minnsta.

 

Snæfell: Kieraah Marlow 26/15 frák/5 stoðs. Hildur Sigurðardóttir 25/7 frák/10 stoðs. Alda Leif 17/5 frák/5 stoðs. Bergænd Gunnarsdóttir 10/4 frák. Hildur Björg 9/10 frák/6 stoðs. Helga Hjördís 3/4 frák. Rósa Kristín 2. Aníta Rún 0. Rebekka Rán 0. Brynhildur Inga 0. Sara Sædal 0.

 

Fjölnir: Britney Jones 36/3 frák/5 stoðs. Fanney Lind 14/6 frák. Bergdís Ragnarsdóttir 12/8 frák. Hrund Jóhannsdóttir 6/7 frák. Bergþóra Tómasdóttir 6. Eyrún Líf 2. Heiðrún Harpa 0. Dagbjört Helga 0. Margrét Loftsdóttir 0. Hugrún Eva 0. Eva María 0.

 

Símon B. Hjaltalín.