Sigur á Keflavík í hörkuleik

Leikurinn byrjaði vel en körfurnar virtust oft lokaðar báðum megin þrátt fyrir að menn væru að leggja boltann ofaní. Snæfell komst í 14-11 en Keflavík náði því upp 14-15 og leikurinn jafn. Staðan var 18-18 eftir fyrsta hluta og menn fóru svo til varfærnislega í leikinn ef orða má svo.

Hafþór Gunnarsson byrjaði á þrist fyrir Snæfell en Keflavík með Magnús, Baptist og Lewis voru feti á eftir og jöfnuðu svo 26-26. Varnarleikur liðanna mýktist um miðjan annan fjórðung og skoruðu liðin nokkuð…….

Bæði lið töpuðu leikjum sínum í síðustu umferð, að mörgum finnst óvænt, en hvað er óvænt ef þegar komið er á fullt í leikina og annað liðið er ekki alveg mætt 100%. Engu að síður tvö lið mætt í þennan leik sem vilja taka tvö stig í leik Snæfells og Keflavíkur í Hólminum í kvöld. Magnús Gunnarsson var í byrjunarliðinu þrátt fyrir vel teipaða fingur vegna fingurbrots.

Byrjunarliðin:
Snæfell: Jón Ólafur, Pálmi Freyr, Ryan Amoroso, Sigurður Þorvaldsson, Jay Threatt.
Keflavík: Billy Baptist, Valur Orri, Michael Craion, Magnús Gunnarsson, Darrel Keith Lewis.

Leikurinn byrjaði vel en körfurnar virtust oft lokaðar báðum megin þrátt fyrir að menn væru að leggja boltann ofaní. Snæfell komst í 14-11 en Keflavík náði því upp 14-15 og leikurinn jafn. Staðan var 18-18 eftir fyrsta hluta og menn fóru svo til varfærnislega í leikinn ef orða má svo.

Hafþór Gunnarsson byrjaði á þrist fyrir Snæfell en Keflavík með Magnús, Baptist og Lewis voru feti á eftir og jöfnuðu svo 26-26. Varnarleikur liðanna mýktist um miðjan annan fjórðung og skoruðu liðin nokkuð auðveldalega á víxl og hraði kominn í leikinn og staðan varð fljóttt 37-35 fyrir Snæfell og svo 37-40 fyrir Keflavík. Staðan var svo 44-40 fyrir Snæfell eftir að Sigurður Þorvaldsson setti niður þrist undir lok fyrri hálfleiks.

Stigahæstu menn voru hjá Snæfelli Ryan Amoroso með 10 stig og Nonni Mæju með 8 stig og báðir voru með 6 fráköst. Hjá Keflavík var Billy Baptist kominn með 14 stig  og honum næstur var Darrel Lewis með 9 stig.

Snæfell byrjaði ferskir og tóku fyrstu fjögur stigin í sín hús en það var ekkert gefið eftir hjá Keflavík sem fóru alls ekki í kerfi við það og héldu sig nærri 50-46. Arnar Freyr er að koma sér inn í leik Keflavíkur og á ekki að eiga í erfiðleikum með það þekkjandi innviðið eins og lófann á sér og hann smellti góðum þrist, 53-49. Billy Baptist lét rigna yfir Snæfell sem hittu illa og áttu þvingaðar sóknir gegn ágætri vörn Keflavíkur og kom þeim yfir 56-58 með tveimur þristum, það var staðan eftir þriðja fjórðung.

Staðan var 64-64 og margar mistækar sóknir beggja liða í upphafi fjórða hluta. Snæfell komst í 65-64 og síðan fór Billy Baptist í sinn sjötta þrist sem hann skellti niður og Lewis bætti við tveimur og staðan því fljót að breytast í 65-69 fyrir Keflavík.  Snæfell jafnaði 69-69 eftir leikhlé. 74-74 jafnaði svo Keflavík og áhorfendur fengu fyrir allan aurinn í kvöld. Billy Baptist var settur í einangrun af Sveini Arnari og átti alls ekki að fá fleiri sénsa. Þegar staðan var 75-75 voru 49 sekúndur eftir og Ryan setti tvö og fékk víti að auki 78-75. Craion kom Keflavík nær 78-77.

Eftir mistök beggja liða í sóknum sínum og nokkur leikhlé undir lokin náði Nonni Mæju frákasti eftir geigað skot Craion og kom boltanum á Jay Threatt sem Valur Orri braut á og Jay setti víti niður og sekúnda lifði á klukkunni. Keflavík tókst ekki að gera sér mat úr því og Snæfell sigraði 79-77 eftir æsispennandi og hörkuleik þar sem hvergi var hægt að sjá hvar þetta félli. 

 

Tölfræði leiksins

 

Snæfell: Ryan Amoroso 25/9 frák. Jay Threatt 18/5 frák/8 stoðs. Jón Ólafur 11/10 frák/4 stoðs. Sigurður Þorvaldsson 9/5 frák. Pálmi Freyr 6/3 frák. Ólafur Torfason 5. Hafþór Ingi 3. Sveinn Arnar 2/4 frák. Stefán Karel 0. Óttar Sigurðsson 0. Jóhann Kristófer 0. Þorbergur Helgi 0.

Keflavík: Billy Baptist 23/12 frák. Darrel Keith Lewis 22/4 frák. Michael Craion 13/14 frák. Valur Orri 7. Magnús Gunnarsson 5. Snorri Hrafnkelsson 4. Arnar Freyr 3/3 stoðs. Ragnar Gerald 0. Andri Daníelsson 0. Andri Þór 0. Hafliði Már 0. Almar Stefán 0.

Símon B. Hjaltalín.