Snæfell fór illa með Hauka

Snæfellsstúlkur fóru illa með annars gott lið Hauka í Hafnarfirði í dag. Þær voru aldrei í vandræðum með leikinn og sigruðu með 28 stiga mun 50-78. Mínútufærri og yngri leikmenn fengu fín tækifæri í dag einnig og bara hamingja.

Fyrsti hluti hafðist 13-28 og línurnar lagðar í leiknum. Óvenju lítil mótspyrna Hauka en einhver þó gaf þeim það að saxa lítillega á forskot Snæfells í öðrum hlutanum sem féll þeirra megin 17-13 og staðan því 11 stig eða 30-41. Það vantaði meira framlag frá fleiri leikmönnum Hauka en Siarre Evans sem hélt uppi sóknarleik Hauka…….

Snæfellsstúlkur fóru illa með annars gott lið Hauka í Hafnarfirði í dag. Þær voru aldrei í vandræðum með leikinn og sigruðu með 28 stiga mun 50-78. Mínútufærri og yngri leikmenn fengu fín tækifæri í dag einnig og bara hamingja.

 

Fyrsti hluti hafðist 13-28 og línurnar lagðar í leiknum. Óvenju lítil mótspyrna Hauka en einhver þó gaf þeim það að saxa lítillega á forskot Snæfells í öðrum hlutanum sem féll þeirra megin 17-13 og staðan því 11 stig eða 30-41. Það vantaði meira framlag frá fleiri leikmönnum Hauka en Siarre Evans sem hélt uppi sóknarleik Hauka.

 

Í þriðja hluta var gestagangur Snæfells að Ásvöllum heldur mikill og fóru algjörlega með leikinn alla leið heim Hólm og stoppuðu ekki í Borganesi. Þriðji leikhluti vannst 8-24 og staðan því 38-65. Rebekka Rán, Aníta Rún, Silja Katrín og Brynhildur fengu að spreyta sig mikið í fjórða hluta og komust vel frá því verkefni og unnu fjórða hluta 12-13 og leikinn eins og áður sagði 50-78.

 

Burtséð frá slökum Haukaleik þá voru Snæfellsstúlkur ákveðnar og kom til dæmis Rósa Kristín með 3 þrista í kippu og smellti þeim öllum niður í fyrri hálfleik þar sem tónnin var gefinn. Berglind Gunnars var sterk í þessum leik einnig, opnaði t.d leikinn með þrist. Hildur og Hildur voru einnig sterkar ásamt Öldu Leif sem setti niður stór skot, en Hildur Björg var að stela 4 boltum í leiknum og Hildur Sig reif niður 11 fráköst. Þá var liðið að leika vel í heildina og allar voru að gefa til liðsins nokkuð jafnt.

 

Tölfræði leiksins

 

Stigaskor leikmanna:

 

Haukar: Siarre Evans 26/13 fráköst/5 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4, Dagbjört Samúelsdóttir 4, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 3/4 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 3/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 2, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Aldís Braga Eiríksdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Sólrún Inga Gísladóttir 0.

 

Snæfell: Kieraah Marlow 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 13/6 fráköst/4 varin skot, Berglind Gunnarsdóttir 12/6 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 10/6 fráköst, Rósa Indriðadóttir 10, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 7/11 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Aníta Sæþórsdóttir 2, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0, Silja Katrín Davíðsdóttir 0, Sara Sædal Andrésdóttir 0.

 

Símon B Hjaltalín