Súrt tap gegn Grindavík

Snæfell hafði góða yfirönd strax í upphafi og komust í 7-0 og svo 16-8 ef við stökkvum þangað. Grindavík tók leikhlé og löguðu sinn leik en alla grimmd vantaði. Snæfell fannst leikurinn of þægilegur í upphafi í slakaði heldur betur á og Grindavík jafnaði 18-18 með góðum leik. Staðan eftir fyrsta hluta 20-18 fyrir Snæfell sem þurftu að skoða leik sinn.
 
Grindavík voru komnar á sporið og stálu boltum, jöfnuðu 22-22 og komust yfir 22-24. Crystal Smith var drjúg í að stjórna sínu liði og Grindavík spilaði góðan varnaleik. Kieraah Marlow og Hildur Sig voru að fara fyrir Snæfelli í skori en nokkuð vantaði upp á vörnina þegar Grindavík sótti á og Snæfellsstúlkur….

Grindvíkingar gerðu góða ferð í Stykkishólm í kvöld er þær lögðu Snæfell 73-76. Crystal Smith gerði 36 stig og tók 13 fráköst í liði Grindavíkur en hjá Snæfell var Kieraah Marlow með 21 stig og 5 fráköst.
 

Byrjunarliðin:
Snæfell: Kieraah Marlow, Hildur Björg, Hildur Sigurðard. Berglind Gunnarsd. Alda Leif.
Grindavík: Crystal Smith, Ingibjörg Yrsa, Helga Rut, Harpa Rakel, Petrúnella Skúladóttir.
 

Snæfell hafði góða yfirönd strax í upphafi og komust í 7-0 og svo 16-8 ef við stökkvum þangað. Grindavík tók leikhlé og löguðu sinn leik en alla grimmd vantaði. Snæfell fannst leikurinn of þægilegur í upphafi í slakaði heldur betur á og Grindavík jafnaði 18-18 með góðum leik. Staðan eftir fyrsta hluta 20-18 fyrir Snæfell sem þurftu að skoða leik sinn.
 

Grindavík voru komnar á sporið og stálu boltum, jöfnuðu 22-22 og komust yfir 22-24. Crystal Smith var drjúg í að stjórna sínu liði og Grindavík spilaði góðan varnaleik. Kieraah Marlow og Hildur Sig voru að fara fyrir Snæfelli í skori en nokkuð vantaði upp á vörnina þegar Grindavík sótti á og Snæfellsstúlkur heldur ragar og fastar í fæturnar sóknarleiknum. Rósa kom sterk af bekknum og smellti góðum þrist sem kom Snæfelli í 31-26 og allt annað Snæfellslið mætti eftir skraf og ráðagerðir. Snæfell stillti upp í algjöran vegg í vörninni með flottu svæði og komust í 39-30 og leiddu í hálfleik 39-33.
 

Stigahæstar í Snæfelli í hálfleik voru Kieraah Marlow með 15 stig og Hildur Sigurðardóttir með 8 stig. Crystal Smith var stigahæst Grindavíkur með 11 stig og 8 fráköst.
 

Snæfell var 10 stigum yfir 48-38 og Grindavík tóku góðann kafla þar sem þær söxuðu niður í 48-45 og virtust vera að spýta í líkt og í fyrri hálfleik. Grindavík komust aftur yfir 53-48 og áttu þar af leiðandi 15-0 áhlaup og Snæfell úti að aka og misstu boltan oft á klaufalegan hátt og spiluðu engan veginn sinn leik. Mikil spenna var hlaupin í leikinn þegar staðan var 56-56 og hart barist. Það voru hins vegar Grindvíkingar sem leiddu 57-60 fyrir fjórða fjórðunginn.
 

Snæfell hélt áfram að kasta frá sér tækifærum og Grindavík leiddi 57-65 og svo komnar í 10 stiga mun 59-69 þegar 5:36 voru eftir. Snæfell kom þá til baka og saxaði á 67-69 en Hildur Björg Kjartansdóttir reif niður fráköst og fór sex sinnum í röð á vítalínuna og setti flest niður og með 2:36 á klukkunni var hún búin að jafna á vítalínunni 69-69 og svo strax 71-69 og kórónaði frábæra baráttu og 12-0 kafla Snæfells.
 

Crystal var ekki hætt hjá Grindavík var í algjörum sérflokki og hleypti spennu af stað með þrist 71-74 þegar einungis tæp mínúta var eftir. Grindavík náði svo boltanum aftur og náðu að éta upp tímann en Snæfell náði boltanum þegar 15 sekúndur voru eftir og náðu þriggja stiga skoti sem geigaði og Petrúnella kom Grindavík í 71-76 á vítalínunni. Með 3.6 sekúnudur eftir reyndu Snæfell við körfu og settu tvö en allt kom fyrir ekki og Grindavík náði hörku baráttusigri á of mörgum köflum bitlausu Snæfellsliði 73-76.
 

Snæfell: Kieraah marlow 21/5 frák. Hildur Björg 19/6 frák. Hildur Sigurðardóttir 15/6 frák/8 stoðs/3 stolnir. Helga Hjördís 7/8 frák.Berglind Gunnarsdóttir 6/4 frák. Rósa Kristín 5/6 frák. Alda Leif 0/7 frák/4 stolnir. Sara Sædal 0. Silja Katrín 0. Rebekka Rán 0. Aníta Rún 0. Brynhildur Inga 0.
 

Grindavík: Crystal Smith 36/13 frák/5 stoðs/4 stolnir. Helga Rut 8/5 frák. Jóhanna Rut 7/4 frák. Jeanne L. F. Sicat 4. Harpa Rakel 4. Eyrún Ösp 2. Ingibjörg Yrsa 2. Hulda Sif 0. Julia L. F. Sicat 0. Katrín Ösp 0.
 

Myndasafn eftir Sumarliða Ásgeirsson
 

Tölfræði leiksins
 

Símon B. Hjaltalín