Fréttatilkynning frá kkd Snæfell Stykkishólmi.

Nú er Dominosdeildarkeppninni senn að ljúka. Strákarnir búnir og stelpurnar klára miðvikudaginn 27. mars. Í dag erum við Snæfellingar mjög sátt við stöðu okkar liða og ætlum okkur áfram góðan árangur í úrslitakeppninni sem hefst á morgun, föstudaginn  hjá strákunum og svo síðar hjá stelpunum.

 

Eins og við vitum að þá þurfa öll litlu púslin að vera í lagi til að stóra mydin verði viðunandi og helst örlítið meir.  Við þurfum alvöru fólk í allar stöður okkar, innan sem utan vallar. Þjálfarateymið verður að vera samstillt. Stjórnin skipuð áhugasömu fólki sem tilbúin…..

Nú er Dominosdeildarkeppninni senn að ljúka. Strákarnir búnir og stelpurnar klára miðvikudaginn 27. mars. Í dag erum við Snæfellingar mjög sátt við stöðu okkar liða og ætlum okkur áfram góðan árangur í úrslitakeppninni sem hefst á morgun, föstudaginn  hjá strákunum og svo síðar hjá stelpunum.

 

Eins og við vitum að þá þurfa öll litlu púslin að vera í lagi til að stóra mydin verði viðunandi og helst örlítið meir.  Við þurfum alvöru fólk í allar stöður okkar, innan sem utan vallar. Þjálfarateymið verður að vera samstillt. Stjórnin skipuð áhugasömu fólki sem tilbúin eru í miklar fórnir sem og allir aðrir starfsmenn félagsins. Þá verða stuðnings sem og styrktaraðilar að vera mjög meðvitaðir um sitt verkefni og mæta á sem flesta leiki okkar liða.

 

Allir þessir þættir hafa verið sérstaklega skoðaðir undanfarnar vikur og á þessum tímamótum þegar að við erum að undirbúa úrslitakeppnina og um leið næsta keppnistímabil bæði hjá stelpum og strákum að þá er sannarlega mikilvægt að rýna í alla þessa þætti því þannig verður stóra myndin flottust.

 

Fyrir hönd Snæfells vil ég þakka öllum fyrir mikið og öflugt sjálfboðastarf.  Án ykkar værum við ekki að bjóða upp á þessar stórveislur mörgum sinnum í mánuði í okkar litla en fallega bæ. Allt það sem hér á undan hefur verið sagt væri á engan hátt möguleiki nema að hafa öflugan leiðtoga í brúnni, límið í starfinu.

 

Það hefur ekki farið framhjá okkur að koma Inga Þórs Steinþórssonar og fjölskyldu var mikil himnasending  fyrir allt körfuboltastarf. Metnaður okkar í Snæfell er mikill og ætlum við okkur að vera áfram í hópi bestu liða á Íslandi, bæði hjá stelpum og strákum og til þess að svo megi verða að þá verðum við áfram sem hingað til að vera samstillt og dugmikil.

 

Stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells og Ingi Þór þjálfari hafa ákveðið að endurnýja samstarfssamning sinn og mun samningurinn gilda til ársins 2016. Með undirskrift þessari er öllum ljóst hvað við ætlum okkur í framtíðinni og um leið kurteisi við alla þá sem hafa áhuga á að vera með okkur í liði á komandi árum.

                           
ÁFRAM SNÆFELL
Gunnar Svanlaugsson, formaður kkd Snæfells