Eins stigs sigur í fyrsta leik

Njarðvíkingar byrjuðu af krafti með Elvar Friðriksson í fararbroddi og í stöðunni 2-10 var Elvar búinn að skora öll stig Njarðvíkur. Snæfell voru kaldir og Njarðvík yfirspilaði á miklum hraða og ljóst að þeir voru ekki komnir í skemmtiskokk í Skerjafirðinum. Snæfell lagaði sinn leik allverulega og hófu sína skothríð og komust yfir 16-10 með Jón Ólaf, Sigurð Þorvaldsson og Ryan Amoroso í stuði og gerðu þetta að leik. Marcus Van átti eina skrímslatroðslu og reyndi að keyra sitt lið í gang, var drjúgur í fraköstum og búinn að bæta við 6 stigum fyrir Njarðvík. Staðan var 22-16 eftir fyrsta hluta……

[mynd]

Njarðvíkingar byrjuðu af krafti með Elvar Friðriksson í fararbroddi og í stöðunni 2-10 var Elvar búinn að skora öll stig Njarðvíkur. Snæfell voru kaldir og Njarðvík yfirspilaði á miklum hraða og ljóst að þeir voru ekki komnir í skemmtiskokk í Skerjafirðinum. Snæfell lagaði sinn leik allverulega og hófu sína skothríð og komust yfir 16-10 með Jón Ólaf, Sigurð Þorvaldsson og Ryan Amoroso í stuði og gerðu þetta að leik. Marcus Van átti eina skrímslatroðslu og reyndi að keyra sitt lið í gang, var drjúgur í fraköstum og búinn að bæta við 6 stigum fyrir Njarðvík. Staðan var 22-16 eftir fyrsta hluta.

Menn voru ekkert gríðalega mikið á skotskónum í öðrum hluta en fór að glæðast undir lokin og staðan var lengi vel 25-23 fyrir Snæfell. Skriður komust á sóknarleik liðanna og leiddi Snæfell áfram naumt 36-32. Framan af voru einungis tveir leikmenn Njarðvíkur að skora, þeir Marcus og Elvar en Ólafur Helgi og Hjörtur Hrafn bættust í hópinn um síðir og ljóst að fleiri yrðu að stíga upp. Snæfell leiddi í hálfleik 41-36.

 

[mynd]

 

Í hálfleik voru stigahæstir hjá Snæfelli Jay Threatt 12 stig, Jón Ólafur 9 stig og Ryan Amoroso 9 stig og 7 fráköst. Í liði Njarðvíkur bar Elvar Friðriksson höfuð og herðar yfir aðra með 22 stig og næstur honum var Marcus Van 8 stig og 12 fráköst. Ólafur, Hjörtur og Nigel voru komnir með 2 stig hver.

Marcus Van byrjaði af krafti og hamraði eina troðslu, reif niður frákast og skoraði yfir Snæfell í annari sókn Njarðvíkur og staðan því strax jöfn 41-41. Liðin léku stál í stál og Njarðvík komst yfir 52-54 með þristum frá Elvari Má og Ágústi Orrasyni. Jón Ólafur kom Snæfelli yfir með þremur 57-56 og var það staðan eftir þriðja hlutann.

Ótrúlega gaman að sjá bakverði beggja liða Jay Threatt og Elvar Má eigast við en þar fór allt sem góður körfubolti getur sýnt okkur í þessum flottu leikmönnum sem héldu sínum liðum algjörlega við efnið allan leikinn. Njarðvík komst yfir 68-62 en Snæfell með þristum frá Ryan og Jóni náðu að jafna 68-68 þegar 4:30 voru eftir. Ágúst Orrason átti þá magnaðann þrist á skotklukkuflautu og Ólafur Helgi bætti öðrum við og staðan 68-74 og hittnin ógurleg á þessum kafla.

Þvílíkur leikur sem boðið var upp á í Hólminum og Njarðvík leiddi 76-78 þegar 1:35 voru eftir sem breyttist fljótt í 79-78 fyrir Snæfell þegar Jay Threatt fór á vítalínuna með þrjú skot og Snæfell hafði skorað sjö síðustu stig leiksins. 20 sekúndur voru eftir og Njarðvík var í sókn og fengu svo innkast þegar 4 sekúndur voru eftir en náðu ekki að nýta sér það og Snæfell sigraði 79-78 og leiða 1-0 í einvíginu. Það er því ljóst að hörkuleikur verður í boði á mánudaginn næsta í leik tvö í Njarðvík og að bæði lið ætla sér betri leik.

 

[mynd]

 

Snæfell: Ryan Amoroso 27/10 frák. Jay Threatt 22/4 frák/9 stoðs. Jón Ólafur Jónsson 17/4 frák. Pálmi Freyr 6. Sigurður Þorvaldsson 5. Ólafur Torfason 2. Stefán Karel 0. Sveinn Arnar 0. Hafþór Ingi 0. Tinni Guðmundsson 0. Óttar Sigurðsson 0. J.Kristófer Sævarsson 0.

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 35/7frák/6 stoðs. Marcus Van 17/24 frák. Ólafur Helgi 11. Ágúst Orrason 6. Nigel Moore 5/5 frák. Hjörtur Hrafn 2. Friðrik Stefánsson 2. Óli Ragnar 0. Kristján Rúnar 0. Oddur Birnir 0. Maciej S Baginski 0. Brynjar Þór 0.

 

Símon Hjaltalín

Myndir: Eyþór Benediktsson

 

[mynd]