Sóknarleikurinn náði aldrei flugi

KR sigraði Snæfell í fyrsta leik liðanna í Hólminum 52-61, þegar undanúrslit Domino´s deildar kvenna hófust í kvöld. Alda Leif var ekki með Snæfelli og óvíst með þátttöku hennar meira á þessu tímabili. Aðeins fleira fólk var mætt í stúkuna en á venjulegum degi í deildinni og góður stuðningur frá þeim sem mættu en það má samt minna fólk á að úrslitakeppni kvenna er líka byrjuð og þar er titill í boði líka og framhaldinu er kallað eftir fólki í vesturbæinn á laugardaginn kl 16:00, flykkjumst á völlinn fallega fólk.

Snæfell komst í 7-0 og KR sá þann kost vænstan að taka leikhlé en Snæfell hafði stoppað þær vel í vörninni. KR kom þá til baka og jafnaði 7-7 og voru mættar til leiks en mjög lítið var skorað í fyrsta hluta og einhver hrollur í liðunum í fyrsta leik. KR komst í 7-11 og dæmið snérist við. Snæfell kom til baka með hertri vörn og baráttu og jöfnuðu 11-11 sem var staðan eftir fyrsta hluta……

[mynd]

 

KR sigraði Snæfell í fyrsta leik liðanna í Hólminum 52-61, þegar undanúrslit Domino´s deildar kvenna hófust í kvöld. Alda Leif var ekki með Snæfelli og óvíst með þátttöku hennar meira á þessu tímabili. Aðeins fleira fólk var mætt í stúkuna en á venjulegum degi í deildinni og góður stuðningur frá þeim sem mættu en það má samt minna fólk á að úrslitakeppni kvenna er líka byrjuð og þar er titill í boði líka og framhaldinu er kallað eftir fólki í vesturbæinn á laugardaginn kl 16:00, flykkjumst á völlinn fallega fólk.

Snæfell komst í 7-0 og KR sá þann kost vænstan að taka leikhlé en Snæfell hafði stoppað þær vel í vörninni. KR kom þá til baka og jafnaði 7-7 og voru mættar til leiks en mjög lítið var skorað í fyrsta hluta og einhver hrollur í liðunum í fyrsta leik. KR komst í 7-11 og dæmið snérist við. Snæfell kom til baka með hertri vörn og baráttu og jöfnuðu 11-11 sem var staðan eftir fyrsta hluta.

Snæfell voru komnar í 20-16 og leiddu leikinn naumt í öðrum hluta en eins og áður sagði ekki mikið flæði beggja liða í leiknum og oft nettur klaufaskapur í sendingum og samskiptum hjá liðunum og KR breytti stöðunni í 20-22 þegar Snæfellsstúlkur voru búnar að henda frá sér ótal boltum. Það hafa klárlega sést betri tilþrif liðanna í vetur og fyrri hálfleikur frekar gæðalítill og þurr. KR gekk aðeins á lagið og voru yfir 24-26 í hálfleik.

Stigahæstar í hálfleik voru Hildur Björg mð 8 stig og Kieraah Marlow 6 stig hjá Snæfelli og hjá KR var Shannon McCallum komin með 11 stig.

 

Ingimar Þrastarson smellti niður Atlantsolíuskotinu.

 

[mynd]

 

Snæfell byrjaði seinni hálfleikinn líkt og í fyrsta hluta og komust í 30-26 en Sigrún Sjöfn setti niður þrist til að kveikja í sínu liði 30-29 og komust svo í 30-35. Hildur Sigurðardóttir og Berglind Gunnarsdóttir sáu til þess að Snæfell jafnaði 36-36 og aðeins meiri fílingur var komin í leikinn. Staðan eftir þriðja hluta var 38-38.

Snæfellsstúlkur stálu nokkrum boltum ólíkt fyrr í leiknum en leikurinn var spennuþrunginn í stöðunni 42-42. KR gef vel í sinn leik og komst í 42-50 eftir að Snæfell fékk dæmda á sig tæknivillu. Snæfell áttu engan annan kost en að fara að spila almennilega vörn og sækja duglega þegar þær voru undir 48-55 og Kieraah Marlow komin útaf með fimm villur. Hildur Sig minnkaði muninn í 52-57 með þremur en það gerði þvi miður ekkert fyrir Snæfell og KR sigraði í fyrsta leik 52-61 og leiða því 1-0 í einvíginu.

Atkvæðamestar hjá Snæfelli voru Kieraah Marlow með 15 stig og 14 fráköst og Hildur Björg 12 stig og 8 fráköst. Hildur Sigurðardóttir 11 stig. Hjá KR var Shannon McCallum með 25 stig og 10 fráköst. Helga Einarsdóttir 14 stig. Sigrún Sjöfn 10 stig og 10 fráköst.

Tölfræði leiksins.

Byrjunarliðin.
Snæfell: Kierahh Marlow, Hildur Björg, Hildur Sigurðardóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Helga Hjördís.
KR: Helga Einarsdóttir, Guðrún Gróa, Björg Guðrún, Sigrún Sjöfn, Shannon McCallum.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Steinar Orri Sigurðsson.

Umfjöllun. Símon B. Hjaltalín