Tækni- og óíþróttamannslegar villur fuku um allt hús.

Jay Threatt hvíldi eftir meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik og ætlar að vera klár í slaginn í Garðabænum á föstudaginn næsta en það voru Stjörnumenn sem tóku þriðja leik liðanna 79-93 og leiða einvígið 2-1 eftir hörkuleik í Hólminum þar sem tæknivillur og óíþróttamannslegar villur fuku um allt hús.
 
Stjörnumenn byrjuðu brattir og leiddu leikinn en Snæfell hélt sig nærri strax í upphafi og voru skrefinu á eftir 11-15. Snæfellsmenn hrukku í gír og Ryan og Sigurður áttu stóru skotin sem jafnaði leikinn 17-17. Hafþór Gunnarsson kom svo með sprengju inn á og kom Snæfelli í 21-17 með tilþrifum. Jarrid Frye sem hafði farið fyrir Stjörnunni fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Snæfell var yfir 25-19. Justin svaraði þá með þrist og staðan 27-22 eftir fyrsta hluta en Snæfell voru að fá fráköstin í röðum……

Jay Threatt hvíldi eftir meiðslin sem hann hlaut í síðasta leik og ætlar að vera klár í slaginn í Garðabænum á föstudaginn næsta en það voru Stjörnumenn sem tóku þriðja leik liðanna 79-93 og leiða einvígið 2-1 eftir hörkuleik í Hólminum þar sem tæknivillur og óíþróttamannslegar villur fuku um allt hús.
 

Stjörnumenn byrjuðu brattir og leiddu leikinn en Snæfell hélt sig nærri strax í upphafi og voru skrefinu á eftir 11-15. Snæfellsmenn hrukku í gír og Ryan og Sigurður áttu stóru skotin sem jafnaði leikinn 17-17. Hafþór Gunnarsson kom svo með sprengju inn á og kom Snæfelli í 21-17 með tilþrifum. Jarrid Frye sem hafði farið fyrir Stjörnunni fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu og Snæfell var yfir 25-19. Justin svaraði þá með þrist og staðan 27-22 eftir fyrsta hluta en Snæfell voru að fá fráköstin í röðum.
 

Stjörnumenn voru ekkert óhressir en komu til baka í upphafi annars hluta og jöfnuðu 29-29 og með bombu frá Justin komust þeir í 29-35 og Stjörnumenn áttu flotta vörn sem gaf þeim forskotið 33-46 með hörkuleik þar sem þeir tóku mikið til sín allsstaðar á vellinum og Snæfellingar voru ekki alveg viðbúnir í þetta áhlaup. Snæfellsmenn fóru á splæsa í svæðisvörn sem gaf Stjörnumönnum opin skot sem þeir bara settu niður með Jovan og Justin fremsta. Jón Ólafur fékk að líta óíþróttamannslega villu í miðri troðslu Brian Mills. Eins og áður sagði var einstefna tekin í öðrum hluta og Stjarnan leiddi 41-57 í hálfleik þar sem þeir skoruðu 35 stig í öðrum hluta.
 

Stigahæstir hjá Snæfelli voru Ryan Amoroso með 14 stig og Sigurður Þorvaldsson með 12 stig og vantaði Snæfellingum að fá skotin sín niður en erfitt hafði verið um vik með slíkt að fá. Hjá Stjörnunni voru nokkrir fleiri að koma að skorinu en Jarrid Frye var kominn með 14 stig og Jovan Zdravevski kominn með 13 stig. Brian Mills hafði sett 12 stig og Justin Shouse með 10 stig.
 

Jón Ólafur setti þrjú í upphafi seinni hálfleiks en Jarrid Frye mætti með troðslutilþrif og Ryan braut á honum og brekkan var ekkert að minnka hjá Snæfelli með Jón Ólaf og Ryan Amoroso á fjórum villum hvorum þegar þriðji hluti var rétt að byrja. Snæfell hittu illa en náðu þó að krafsa sig í 10 stiga mun 52-62. Ryan Amoroso sá til þes að Snæfell héldi sig ekki of fjarri með þrist 57-67. Jarrid Frye var hvað eftir annað að rífa upp vörn Snæfells og setja sín sniðskot niður og hafði skorað 13 stig af 16 stigum Stjörnumanna í fjórðungnum. Staðan eftir þriðja hluta var 62-74.
 

Snæfellsmenn náðu aldrei að byggja þá brú sem þeir þurftu yfir gjánna sem hafði myndast í öðrum hluta og voru oft að senda slakar sendingar sem þeir höfðu ekki efni á á þessum stað í leiknum þegar staðan var 69-83 og 4:30 eftir og Ólafur Torfason fékk að líta eina óíþróttamannslega. Þegar svo 2 mínútur voru eftir var staðan 71-86 og borin von að Snæfell sækti svo mikið á eftir það með tæknivillu á Inga Þór sem kom í kjölfar þess að Justin renndi sér undir Ryan Amoroso í sniðskoti og Ryan fékk slæma byltu sem kom honum út af meiddum og menn vildu óíþróttamennslegt athæfi á Justin.
 

Hins vegar fór ein á Jovan fljótlega eftir það og staðan varð 75-88 með 1:41 eftir á klukkunni. Mikið var flautað hjá dómurum og voru þrír farnir útaf hjá Stjörnunni með fimm villur og tveir hjá Snæfelli þegar Jón Ólafur bætti við tæknivillu á Snæfell. 79-93 stóðu leikar eftir sigur Stjörnunnar í þriðja leik liðanna og tóku þeir 2-1 forystu í einvíginu.
 

Myndasafn eftir Sumarliða Ásgeirsson

Tölfræði leiksins
 

Byrjunarliðin.
Snæfell: Jón Ólafur, Sveinn Arnar, Ryan Amoroso, Pálmi Freyr, Sigurður Þorvaldsson.
Stjarnan: Marvin Valdimarsson, Jarrid Frye, Brian Mills, Justin Shouse, Fannar Freyr.
 

Umfjöllun/ Símon B Hjaltalín