Frábær vörn og barátta skilaði tveimur stigum í kvöld!

Það var Snæfellslið sem við þekkjum sem spilaði leikinn í kvöld. í Fréttinni er umfjöllun frá Símon B. Hjaltalín. 

Fyrir leik Snæfell og Grindavíkur, í Dominos deild karla, voru heimamenn í Snæfelli í 9. sæti einungis unnið 1 af 4 leikjum sínum á meðan íslandsmeistararnir hafa aðra sögu að segja með 3 sigra úr 4 leikjum í 4. sæti og hafa verið leitandi á erlenda leikmannamarkaðnum en með alíslenskt lið í þessum leik.

 

Grindavík komst í 4-12 strax í upphafi með Jóhann Ólafsson heitann og voru Snæfellingar að rúlla slökum sóknum og virtust hikandi gegn vörn Grindavíkur. Þorleifur var spila vel í fyrsta hluta og átti hvert skotið ofaní. Flæði Snæfellssóknar var lítið og hékk Vance Cooksey mikið á boltanum og Grindvíkingar sáu vel fyrirsjáanlegar sendingar og staðan 13-19. Snæfellingar, með þrist og vítum frá Siguðrði Þorvaldssyni og góðu sprett frá Vance jöfnuðu 19-19 undir lok hlutans og Sigurður bætti svo um betur með þremur til og staðan varð snarlega orðin 22-19 fyrir Snæfell.

 

Allt annað hljóð kom í heimamenn sem fóru að finna taktinn og berjast meira og leikurinn betra sjónvarpsefni fyrir vikið. Liðin skiptust á að skora og allt í járnum í öðrum hluta 32-29.  Grindavík fóru að ráða minna við sóknarleik Snæfells sem hirtu sóknarfráköst um hríð sem og varnarfráköstin einnig og voru 40-31 yfir. Staðan í hálfleik var 42-33 fyrir Snæfellinga sem tóku rispu.

 

Nonni Mæju hafði stigið upp í öðrum hluta og var kominn með 14 stig fyrir Snæfell en næstur honum vaar Sigurður Þorvalds sem kom þeim á sporið sem 12 stig og 9 fráköst. Snæfellingar voru að ná gríðalega mikilvægum fráköstum og voru með 32 gegn 21 Grindavíkur. Þorleifur Ólafsson var kominn með 12 stig og Sigurður Þorsteinsson 10 stig og 5 fráköst. Hittnin var góð hjá Grindavík í upphafi leiks en dalaði eftir sem leið á fyrri hálfleikinn.

 

Flugeldar já flugeldar í upphafi þriðja hluta þegar Kristján Pétur setti þrist og Sveinn Arnar kom í kjölfarið og Snæfell komust strax í 48-35. Sveinn Arnar smellti þá einum til eftir leikhlé gestanna 51-35. Grindvíkingar vildu sækja á en Snæfell héldu sér í um 15 stigum frá þeim og á kafla hirtu alla lausa bolta, fráköst og Grindavík máttu laga talsvert í að stíga út og halda boltanum en breiddin var ekki mikil í sóknarleiknum einnig og staðan 61-41. Grindavík áttu sprett í lok þriðja hluta og hertu varnarleikinn og staðan 63-48 fyrir lokafjórðunginn.

 

Grindvíkingar söxuðu hægt en örugglega og voru komnir nær um 10 stig 69-59 um miðjan fjórða hluta og baráttan en til staðar og þá helst hjá Ólafi Ólafs sem fór í alla bolta en Ómar Sævarsson var einnig drjúgur og Daníel Guðmundsson var að gera vel. Níu stigum munaði á liðunum þegar tvær mínútur voru eftir 74-65. Grindavík sóttu vel í fjórða hluta og staðan 76-70 þegar mínúta var eftir. Liðin fóru á línuna til skiptis undir lokin en Snæfellsmenn héldu naumri forystu þrátt fyrir mikin atgang frá Grindavík og sigruðu 88-80.

 

Snæfell: Sigurður Þorvaldsson 23/12 frák. Vance Cooksey 19/10 frák/8 stoðs. Jón Ólafur 17/5 frák/6 stoðs. Sveinn Arnar 10/4 frák. Stefán Karel 8/4 frák. Kristján Pétur 5/8 frák. Finnur Atli 4. Þorbergur Helgi 2. Hafþór Ingi 0. Pálmi Freyr 0. Snjólfur Björnsson 0. Kristófer Sævarsson 0.

 

Grindavík: Sigurður Þorsteinsson 21/11 frák. Þorleifur 16/5 frák/6 stoðs. Jóhann Ólafsson 16/5 frák. Ómar Sævarsson 11/9 frák. Ólafur Ólafsson 7/6 frák/4 stoðs. Daníel Guðni 6. Björn Steinar 2. Jón Axel 1. Hilmir Kristjánsson 0. Jens Valgeir 0. Hinrik Guðbjartsson 0. Ármann Vilbergsson 0.

 

Símon B Hjaltalín.