Firmakeppni Snæfells fór fram í dag

Firmakeppni Snæfells fór fram í dag

Það voru fjögur lið sem voru skráð til leiks að þessu sinni. Eins og við sjáum þetta þá þurfum við að gera breytingar á þessari keppni. Þó svo að 3ja stigakeppnin sé nýung þá virðist eitthvað þurfa til að fá lið til að skrá sig til leiks. Nú leggjum við hausinn í bleyti og finnum út úr því.
Nóg af leiðindum…

Mótið í ár var sem sagt deildarkeppni og svo úrslitakeppni. Aðeins eitt lið getur staðið uppi sem sigurvegari eins og í alvöru mótum.

 

 

Hérna sjáum við úrslit dagsins í deildarkeppninni:

Hanna SH28 – Anka = 29-22                                 sigurlið: Hanna SH28
Palli Sig. – Ljósvíkingur SH117 = 28 – 48            sigurlið: Ljósvíkingur SH117
Hanna SH28 – Palli Sig. = 37 – 25                        sigurlið: Hanna SH28
Anka – Ljósvíkingur SH117= 25 – 36                    sigurlið: Ljósvíkingur SH117
Hanna SH28 – Ljósvíkingur SH117= 35 – 32     sigurlið: Hanna SH28
Palli Sig. – Anka = 35 – 25                                      sigurlið: Palli Sig.

Eftir deildarkeppnina er staðan þá svona:
1. Hanna SH28
2. Ljósvíkingur SH117
3. Palli Sig. ehf
4. Snyrtistofan Anka

Eftir þessa leiki var farið í 3ja stigaskotkeppni þar sem hvert lið fékk að velja einn leikmann úr snu liði til að taka þátt. Það var gestakeppandi að þessu sinni Einar Marteinn að nafni. Hann reið á vaðið og fékk 4 stig með gullfallegum regnbogaskotum. Næstur í röðinni var Guðlaugur Ingi, hann hefur hitt betur en hann fékk 2 stig. Sá þriðji í röðinni var Guðni Summ hann eins og Guðlaugur hefur hitt betur, hann náði að klóra í bakkann í síðustu skotunum og nældi sér í 6 stig. Næstur í röðinni var sjálfur Ingi Þór, hann er þekktur fyrir allt annað en að klikka úr 3ja stigaskotum. Hann reyndist erfiður í þessari keppni og skellti hann 9 stigum í grímuna á öðrum keppendum. Þá er aðeins einn eftir, Viktor Brimir strák-pjakkur í 7. bekk. Hann kom þeim öllum í opna skjöldu með frábærum skotum. Viktor hitti fékk hvorki fleirri né færri en 11 stig og sat uppi sem sigurvegari 3ja stigakeppninnar í ár.

Þá var komið að útslitakeppninni. Í fyrri viðureigninni mættust Hanna SH28 og Anka en í annari viðureigninni mættust lið Ljósvíkings SH117 og Palla Sig.

Til að gera stutta sögu ennþá styttri unnu Hanna SH117 og Ljósvíkingur SH117 sína leiki og spiluðu þá til úrslita.

Fótboltastrákarnir með Óskar, Hadda Ragga, Ásmund og Viktor Brimir í fararbroddi gerðu sér lítið fyrir og vörðu titilinn frá því í fyrra. Ljósvíkingur sem léku með skyttur eins og Inga Þór og Guðmund Helga urðu að láta sér linna 2. sætið. Það verður jú einhver að tapa.

KKD. Snæfells óskar öllum vinningshöfum til hamingju með sigurinn í mótinu og þá sérstaklega 3ja stigaskyttunni honum Viktor.

Einnig viljum við þakka þeim sem komu og gerðu daginn enn betri með því að mæta á pallana og styðja sitt lið.

Að lokum viljum við þakka öllu stuðningsfólki Snæfells fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. En eins og við höfum sagt…þetta er rétt að byrja.

Takk fyrir daginn…
mbk,
Gulli Smára                                                                                                                                                                                                                                                                                                     Áfram Snæfell