Hildur Björg íþróttamaður Snæfells 2013

Hildur Björg íþróttamaður Snæfells 2013

Í gær var Hildur Björg Kjartansdóttir valin íþróttamaður Snæfells 2013.
Við óskum Hildi innilega til hamingju með nafnbótina og hvetjum unga Snæfellinga að taka hana til fyrirmyndar. Hildur leggur alla jafna hart að sér og uppsker hún í takt við það. Hún er orðinn einn af mikilvægustu leikmönnum Snæfells og ein af þeim betri í deildinni.

Enn og aftur innilega til hamingju Hildur Björg.

Áfram Snæfell